Geðlæknirinn á Litla-Hrauni hætti því ekki var hægt að veita lágmarksþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2017 20:26 Haraldur Erlendsson, sem starfaði sem geðlæknir á Litla-Hrauni um árabil, sagði starfi sínu í fangelsinu lausu því honum hugnaðist ekki hvernig staðið var að málaflokknum. Hann sinnti einn öllum föngum fangelsisins. „Hvar sem er í fangelsum heimsins er hópur þar sem er verulega lasinn og á við mikla erfiðleika að stríða. Og það er mikilvægt að þarna sé siðferðisleg lágmarksþjónusta. Og þó ég væri að koma þarna vikulega þá var eiginlega of mikið af vandamálum til að ég gæti verið þarna á staðnum,“ sagði Haraldur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Haraldur segir hvern og einn fá um hálftíma í senn með geðlækni, sem sé langt frá því að vera nóg. „Það er svo ekkert sem skeður á milli. Það er góð heilsugæsla þarna en það er bara ekki nóg. Þetta er hópur sem er með fjöldann af vandamálum enda koma flestir inn með fíknivanda og það er oft mikið þunglyndi og sjálfsvígshætta eftir að þeir koma fyrst inn. Svo eru margir með persónuleikaröskun, athyglisbrest, þunglyndi og kvíða. Það er að minnsta kosti tíföld aukning á hættu á andlegum vandamálum í þessum hópi en hjá almenningi.“ Þá sé mörgu öðru ábótavant. „Það var engin auka aðstoð. Það var enginn sem var að sinna þessu fólki. Það voru þarna sálfræðingar bara í sínum verkefnum, en það var ekki nein teymisvinna. Til að gera svona vel þarf fjóra, fimm, sex einstaklinga til þess að halda utan um þetta fólk, enda er það í mikilli áhættu bæði fyrstu vikurnar og svo áframhaldandi, eftir hvað er að ske.“ Haraldur segir að margt sé hægt að gera til þess að bæta vanda fanga og hegðun þeirra. „Auðvitað er ákveðinn hluti þar sem það er ekki hægt og maður þarf frekar að tryggja öryggi borgaranna en að eyða peningum að meðhöndla. En meirihluti gagnast verulega. Alls konar inngrip, lyf, viðtöl, setja upp ramma – stuðningsramma, bæði á meðan meðhöndlun er og eftir á," sagði Haraldur í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ræddu málefni fanga, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Haraldur Erlendsson, sem starfaði sem geðlæknir á Litla-Hrauni um árabil, sagði starfi sínu í fangelsinu lausu því honum hugnaðist ekki hvernig staðið var að málaflokknum. Hann sinnti einn öllum föngum fangelsisins. „Hvar sem er í fangelsum heimsins er hópur þar sem er verulega lasinn og á við mikla erfiðleika að stríða. Og það er mikilvægt að þarna sé siðferðisleg lágmarksþjónusta. Og þó ég væri að koma þarna vikulega þá var eiginlega of mikið af vandamálum til að ég gæti verið þarna á staðnum,“ sagði Haraldur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Haraldur segir hvern og einn fá um hálftíma í senn með geðlækni, sem sé langt frá því að vera nóg. „Það er svo ekkert sem skeður á milli. Það er góð heilsugæsla þarna en það er bara ekki nóg. Þetta er hópur sem er með fjöldann af vandamálum enda koma flestir inn með fíknivanda og það er oft mikið þunglyndi og sjálfsvígshætta eftir að þeir koma fyrst inn. Svo eru margir með persónuleikaröskun, athyglisbrest, þunglyndi og kvíða. Það er að minnsta kosti tíföld aukning á hættu á andlegum vandamálum í þessum hópi en hjá almenningi.“ Þá sé mörgu öðru ábótavant. „Það var engin auka aðstoð. Það var enginn sem var að sinna þessu fólki. Það voru þarna sálfræðingar bara í sínum verkefnum, en það var ekki nein teymisvinna. Til að gera svona vel þarf fjóra, fimm, sex einstaklinga til þess að halda utan um þetta fólk, enda er það í mikilli áhættu bæði fyrstu vikurnar og svo áframhaldandi, eftir hvað er að ske.“ Haraldur segir að margt sé hægt að gera til þess að bæta vanda fanga og hegðun þeirra. „Auðvitað er ákveðinn hluti þar sem það er ekki hægt og maður þarf frekar að tryggja öryggi borgaranna en að eyða peningum að meðhöndla. En meirihluti gagnast verulega. Alls konar inngrip, lyf, viðtöl, setja upp ramma – stuðningsramma, bæði á meðan meðhöndlun er og eftir á," sagði Haraldur í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ræddu málefni fanga, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00