Bandarískur fjárfestingasjóður í hóp stærstu hluthafa N1 með 2,7 prósent Hörður Ægisson skrifar 8. mars 2017 08:06 Hlutabréfaverð N1 hækkaði stöðugt á árinu 2016 en það sem af er ári hafa þau lækkað um 5%. Vísir/Vilhelm Fjárfestingasjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management keypti undir lok síðasta mánaðar rúmlega 2,7 prósenta hlut í olíufélaginu N1. Þannig er sjóðurinn The Wellington Trust Company National Association orðinn ellefti stærsti hluthafi félagsins og miðað við gengi bréfa N1 við lokun markaða í gær nemur markaðsvirði hlutarins um 825 milljónum. Fjárfestingasjóðir Wellington Management, sem er eitt stærsta eignastýringarfyrirtæki heims með eignir í stýringu upp á samtals 1.000 milljarða Bandaríkjadala, hafa að undanförnu fjárfest í fleiri skráðum félögum á Íslandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær fjárfestingar hafa hins vegar ekki verið af sömu stærðargráðu og kaupin í N1 og því ekki skilað þeim á lista yfir stærstu hluthafa félaganna. The Wellington Trust Company keypti í N1 samtímis því að Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar N1, og félag í eigu eiginkonu Jóns Sigurðssonar, stjórnarmanns í N1, seldu hluta af bréfum sínum í félaginu á síðustu dögum febrúarmánaðar. Þannig seldi félagið Hofgarðar, sem er í eigu Helga, samtals þrjár milljónir hluta þann 28. febrúar á genginu 133 krónur á hlut. Félagið Helgafell, sem Jón fer fyrir sem framkvæmdastjóri, hafði skömmu áður, eða 23. febrúar, selt í N1 fyrir 540 milljónir. Miklar sveiflur hafa verið á gengi bréfa N1 að undanförnu og þannig lækkaði hlutabréfaverð félagsins um 12 prósent í fyrradag. Sú lækkun var rakin til þess að Eggert Kristó fersson, forstjóri félagsins, hafði eftir lokun markaða síðasta föstudag selt helming hlutafjáreignar sinnar fyrir 9,6 milljónir. Gengi bréfa N1 tók hins vegar mikinn kipp í gær og hækkaði um rúmlega 5,6 prósent. Það sem af er ári hafa bréfin lækkað í verði um liðlega 5,4 prósent en litið til síðustu tólf mánaða hefur gengi bréfanna hækkað um meira en 60 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Fjárfestingasjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management keypti undir lok síðasta mánaðar rúmlega 2,7 prósenta hlut í olíufélaginu N1. Þannig er sjóðurinn The Wellington Trust Company National Association orðinn ellefti stærsti hluthafi félagsins og miðað við gengi bréfa N1 við lokun markaða í gær nemur markaðsvirði hlutarins um 825 milljónum. Fjárfestingasjóðir Wellington Management, sem er eitt stærsta eignastýringarfyrirtæki heims með eignir í stýringu upp á samtals 1.000 milljarða Bandaríkjadala, hafa að undanförnu fjárfest í fleiri skráðum félögum á Íslandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær fjárfestingar hafa hins vegar ekki verið af sömu stærðargráðu og kaupin í N1 og því ekki skilað þeim á lista yfir stærstu hluthafa félaganna. The Wellington Trust Company keypti í N1 samtímis því að Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar N1, og félag í eigu eiginkonu Jóns Sigurðssonar, stjórnarmanns í N1, seldu hluta af bréfum sínum í félaginu á síðustu dögum febrúarmánaðar. Þannig seldi félagið Hofgarðar, sem er í eigu Helga, samtals þrjár milljónir hluta þann 28. febrúar á genginu 133 krónur á hlut. Félagið Helgafell, sem Jón fer fyrir sem framkvæmdastjóri, hafði skömmu áður, eða 23. febrúar, selt í N1 fyrir 540 milljónir. Miklar sveiflur hafa verið á gengi bréfa N1 að undanförnu og þannig lækkaði hlutabréfaverð félagsins um 12 prósent í fyrradag. Sú lækkun var rakin til þess að Eggert Kristó fersson, forstjóri félagsins, hafði eftir lokun markaða síðasta föstudag selt helming hlutafjáreignar sinnar fyrir 9,6 milljónir. Gengi bréfa N1 tók hins vegar mikinn kipp í gær og hækkaði um rúmlega 5,6 prósent. Það sem af er ári hafa bréfin lækkað í verði um liðlega 5,4 prósent en litið til síðustu tólf mánaða hefur gengi bréfanna hækkað um meira en 60 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira