Enski boltinn

Guardiola: Enskir leikmenn eru of dýrir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep með hinum rándýra John Stones.
Pep með hinum rándýra John Stones. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City, segist vera til í að hafa fleiri enska leikmenn í sínu liði en segir að verðmiðinn á þeim sé of hár.

Hann ætti að vita það enda greiddi Man. City 47,5 milljónir punda fyrir varnarmanninn John Stones en hann er einn af fimm Englendingum í leikmannahópi City.

„Trúið mér að ég vil svo sannarlega vera með enska leikmenn í liðinu. Þeir eru samt svo rosalega dýrir,“ sagði Guardiola.

„Er ég var hjá Barcelona þá vildi ég notast við heimamenn því þeir finna sérstaka tengingu. Stundum ganga svona hlutir ekki upp.“

Hinir fjórir Englendingarnir eru Raheem Sterling, Fabian Delph, markvörðurinn Angus Gunn og hinn 19 ára gamli varnarmaður Tosin Adarabioyo. Pep lánaði aftur á móti enska markvörðinn Joe Hart til Ítalíu.

Síðasti uppaldi leikmaðurinn sem spilaði leik fyrir City var Micah Richards en hann fór frá félaginu fyrir tveim árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×