Bónuspottur Glitnistoppa stækkar um nærri 300 milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 8. mars 2017 07:30 Glitnir varð eignarhaldsfélag í kjölfar þess að slitabúið lauk nauðasamningum í árslok 2015. Stærstu eigendur félagsins eru bandarískir vogunarsjóðir. fréttablaðið/heiða Bónuspottur til handa stjórnarmönnum og lykilstjórnendum Glitnis HoldCo, þar á meðal örfáum íslenskum starfsmönnum eignarhaldsfélagsins, mun síðar í vikunni stækka um 200 til 300 milljónir og nema þá samtals rúmlega 1.720 milljónum króna. Þeir íslensku stjórnendur sem teljast í hópi lykilstarfsmanna Glitnis eiga tilkall til þess að fá 26,1 prósent af bónuspottinum. Sú fjárhæð nemur núna samanlagt á bilinu 305 til 447 milljóna króna, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Íslenskir lykilstjórnendur félagsins, sem eiga rétt á hlutdeild í bónusgreiðslunum, eru fyrst og fremst Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, Snorri Arnar Viðarsson, yfirmaður eignastýringar, og Ragnar Björgvinsson aðallögfræðingur. Ef greiðslurnar skiptast bróðurlega á milli þeirra hafa þeir nú þegar tryggt sér að meðaltali á bilinu 102 til 149 milljóna á mann í bónus.Upplýst var um það fyrst í Markaðnum fyrr á þessu ári að umfangsmikið bónuskerfi Glitnis, sem var samþykkt á hluthafafundi í mars í fyrra, hefði virkjast 19. janúar síðastliðinn samhliða því að Glitnir innti af hendi tæplega 99 milljóna evra greiðslu til skuldabréfaeigenda. Samkvæmt skilmálum bónuskerfisins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, höfðu stjórnendur Glitnis á þeim tíma þegar unnið sér inn bónus sem nam á bilinu 7,2 til 12,5 milljóna evra, jafnvirði 875 til 1.525 milljóna króna á þáverandi gengi.Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, er á meðal íslenskra starfsmanna sem fá háar bónusgreiðslur.Núna mun sá bónuspottur hins vegar sem fyrr segir verða enn stærri vegna boðaðrar útgreiðslu Glitnis til skuldabréfaeigenda á morgun, fimmtudag, upp á tæplega 16,6 milljónir evra. Eftir þá greiðslu hafa lykilstarfsmenn Glitnis tryggt sér bónus sem nemur samtals á bilinu 1.175 til 1.720 milljóna króna. Bónuspotturinn væri enn meiri í krónum talið ef ekki hefði komið til liðlega 10 prósenta gengisstyrking krónunnar gagnvart evru á undanförnum sex vikum. Glitni er aðeins heimilt að greiða út bónus til starfsmanna í erlendum gjaldeyri. Fyrirséð er að sá bónus sem þessir sömu stjórnendur eiga tilkall til að fá í sinn hlut á eftir að verða enn hærri samtímis því að frekari útgreiðslur til skuldabréfaeigenda Glitnis eru væntanlegar síðar á árinu. Bónuspottur Glitnis mun að stærstum hluta, eða sem nemur 75,9 prósentum af heildarfjárhæðinni, renna til þriggja manna stjórnar félagsins, en hún er alfarið skipuð erlendum ríkisborgurum. Sá bónus sem þeir stjórnarmenn eiga tilkall til nemur allt að 1.270 milljónum króna, sem þýðir að þeir geta núna vænst þess að fá 424 milljónir króna í sinn hlut á mann. Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði undir lok síðasta árs við fyrrverandi meðlimi slitastjórnar er ástæða þess að stjórnendur félagsins hafa nú þegar unnið sér inn háar bónusgreiðslur. Samkomulagið fól meðal annars í sér eingreiðslu upp á 640 milljónir til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna evra skaðleysissjóður var lagður niður. Ef ekki hefði komið til samkomulagsins hefðu stjórnendur Glitnis þurft að bíða lengur eftir því að fá greiddan bónus í sinn hlut – og hann hefði sömuleiðis verið umtalsvert lægri.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bónuspottur til handa stjórnarmönnum og lykilstjórnendum Glitnis HoldCo, þar á meðal örfáum íslenskum starfsmönnum eignarhaldsfélagsins, mun síðar í vikunni stækka um 200 til 300 milljónir og nema þá samtals rúmlega 1.720 milljónum króna. Þeir íslensku stjórnendur sem teljast í hópi lykilstarfsmanna Glitnis eiga tilkall til þess að fá 26,1 prósent af bónuspottinum. Sú fjárhæð nemur núna samanlagt á bilinu 305 til 447 milljóna króna, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Íslenskir lykilstjórnendur félagsins, sem eiga rétt á hlutdeild í bónusgreiðslunum, eru fyrst og fremst Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, Snorri Arnar Viðarsson, yfirmaður eignastýringar, og Ragnar Björgvinsson aðallögfræðingur. Ef greiðslurnar skiptast bróðurlega á milli þeirra hafa þeir nú þegar tryggt sér að meðaltali á bilinu 102 til 149 milljóna á mann í bónus.Upplýst var um það fyrst í Markaðnum fyrr á þessu ári að umfangsmikið bónuskerfi Glitnis, sem var samþykkt á hluthafafundi í mars í fyrra, hefði virkjast 19. janúar síðastliðinn samhliða því að Glitnir innti af hendi tæplega 99 milljóna evra greiðslu til skuldabréfaeigenda. Samkvæmt skilmálum bónuskerfisins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, höfðu stjórnendur Glitnis á þeim tíma þegar unnið sér inn bónus sem nam á bilinu 7,2 til 12,5 milljóna evra, jafnvirði 875 til 1.525 milljóna króna á þáverandi gengi.Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, er á meðal íslenskra starfsmanna sem fá háar bónusgreiðslur.Núna mun sá bónuspottur hins vegar sem fyrr segir verða enn stærri vegna boðaðrar útgreiðslu Glitnis til skuldabréfaeigenda á morgun, fimmtudag, upp á tæplega 16,6 milljónir evra. Eftir þá greiðslu hafa lykilstarfsmenn Glitnis tryggt sér bónus sem nemur samtals á bilinu 1.175 til 1.720 milljóna króna. Bónuspotturinn væri enn meiri í krónum talið ef ekki hefði komið til liðlega 10 prósenta gengisstyrking krónunnar gagnvart evru á undanförnum sex vikum. Glitni er aðeins heimilt að greiða út bónus til starfsmanna í erlendum gjaldeyri. Fyrirséð er að sá bónus sem þessir sömu stjórnendur eiga tilkall til að fá í sinn hlut á eftir að verða enn hærri samtímis því að frekari útgreiðslur til skuldabréfaeigenda Glitnis eru væntanlegar síðar á árinu. Bónuspottur Glitnis mun að stærstum hluta, eða sem nemur 75,9 prósentum af heildarfjárhæðinni, renna til þriggja manna stjórnar félagsins, en hún er alfarið skipuð erlendum ríkisborgurum. Sá bónus sem þeir stjórnarmenn eiga tilkall til nemur allt að 1.270 milljónum króna, sem þýðir að þeir geta núna vænst þess að fá 424 milljónir króna í sinn hlut á mann. Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði undir lok síðasta árs við fyrrverandi meðlimi slitastjórnar er ástæða þess að stjórnendur félagsins hafa nú þegar unnið sér inn háar bónusgreiðslur. Samkomulagið fól meðal annars í sér eingreiðslu upp á 640 milljónir til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna evra skaðleysissjóður var lagður niður. Ef ekki hefði komið til samkomulagsins hefðu stjórnendur Glitnis þurft að bíða lengur eftir því að fá greiddan bónus í sinn hlut – og hann hefði sömuleiðis verið umtalsvert lægri.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira