Upprætum kynskiptan vinnumarkað Elín Björg Jónsdóttir skrifar 8. mars 2017 07:00 Uppræting hins kynskipta vinnumarkaðar er eitt af stóru verkefnunum í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla. Þetta er ofarlega í huga í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launamun kynjanna, sem er mikil kynjaskipting á vinnumarkaði. Það þekkja flestir að konur eru í miklum meirihluta í uppeldis- og umönnunarstörfum á meðan karlar eru í verk- og tæknigreinum. Við búum í samfélagi þar sem hugmyndir um hlutverk kynjanna og staðalímyndir eru rótgrónar. Þessi sýn samfélagsins og einstaklinganna hefur talsverð áhrif á náms- og starfsval ungra kvenna og karla. Þegar við horfum á börnin okkar og barnabörnin vaxa úr grasi erum við örugglega öll sammála því að þessu unga fólki séu allir vegir færir. Að allir hafi möguleika til að gera það sem þeir vilja í lífinu. Það sem hins vegar gleymist í umræðunni er sú staðreynd að náms- og starfsval stýrist meðal annars af kynferði einstaklinga. Ef þeir sem starfa í ákveðinni starfsstétt eru að miklum meirihluta af öðru kyninu takmarkar það líkurnar á því að einstaklingar af hinu kyninu velji sér þann starfsvettvang. Þetta þýðir að valmöguleikarnir eru færri og takmarka frelsi einstaklingsins. Við verðum að vinna að fjölbreyttum langtímaaðgerðum á öllum stigum skólakerfisins og á vinnumarkaðnum í heild til að breyta þessu. Því vil ég fagna framtakinu #kvennastarf sem er átak í niðurbroti úreltra hugmynda um náms- og starfsval kynjanna og til að benda ungu fólki á möguleikana sem eru fólgnir í fjölbreyttu náms- og starfsvali. Það er þó einnig vert að benda á mikilvægi foreldra í þessum efnum. Rannsóknir sýna að foreldrar hafa mikil áhrif á náms- og starfsval. Í sumum tilfellum geta þeir verið aðaláhrifavaldurinn. Það er mikilvægt að stuðningur sé fyrir hendi þegar börnin okkar vilja fara óhefðbundnar leiðir og ekki síður að þau séu upplýst um alla náms- og starfsmöguleika. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Uppræting hins kynskipta vinnumarkaðar er eitt af stóru verkefnunum í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla. Þetta er ofarlega í huga í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launamun kynjanna, sem er mikil kynjaskipting á vinnumarkaði. Það þekkja flestir að konur eru í miklum meirihluta í uppeldis- og umönnunarstörfum á meðan karlar eru í verk- og tæknigreinum. Við búum í samfélagi þar sem hugmyndir um hlutverk kynjanna og staðalímyndir eru rótgrónar. Þessi sýn samfélagsins og einstaklinganna hefur talsverð áhrif á náms- og starfsval ungra kvenna og karla. Þegar við horfum á börnin okkar og barnabörnin vaxa úr grasi erum við örugglega öll sammála því að þessu unga fólki séu allir vegir færir. Að allir hafi möguleika til að gera það sem þeir vilja í lífinu. Það sem hins vegar gleymist í umræðunni er sú staðreynd að náms- og starfsval stýrist meðal annars af kynferði einstaklinga. Ef þeir sem starfa í ákveðinni starfsstétt eru að miklum meirihluta af öðru kyninu takmarkar það líkurnar á því að einstaklingar af hinu kyninu velji sér þann starfsvettvang. Þetta þýðir að valmöguleikarnir eru færri og takmarka frelsi einstaklingsins. Við verðum að vinna að fjölbreyttum langtímaaðgerðum á öllum stigum skólakerfisins og á vinnumarkaðnum í heild til að breyta þessu. Því vil ég fagna framtakinu #kvennastarf sem er átak í niðurbroti úreltra hugmynda um náms- og starfsval kynjanna og til að benda ungu fólki á möguleikana sem eru fólgnir í fjölbreyttu náms- og starfsvali. Það er þó einnig vert að benda á mikilvægi foreldra í þessum efnum. Rannsóknir sýna að foreldrar hafa mikil áhrif á náms- og starfsval. Í sumum tilfellum geta þeir verið aðaláhrifavaldurinn. Það er mikilvægt að stuðningur sé fyrir hendi þegar börnin okkar vilja fara óhefðbundnar leiðir og ekki síður að þau séu upplýst um alla náms- og starfsmöguleika. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun