Erlent

68 börn á meðal hinna látnu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Alls voru 109 manns í rútunum.
Alls voru 109 manns í rútunum. vísir/afp
Að minnsta kosti 68 börn eru á meðal hinna 126 sem létu lífið í sprengjuárásinni í Sýrlandi í gær. Árásin, sem átti sér stað skammt frá Aleppo, var gerð á rútur sem voru að flytja flóttamenn á milli svæða. Fjölmargir eru særðir en ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á voðaverkinu.

Alls voru 109 manns í rútunum en þau átti að flytja frá tveimur hernumdum svæðum; bæjunum Foah og Kefraya sem eru á valdi stjórnarhersins. Gerður hafði verið samningur á milli Sýrlandsstjórnar og uppreisnarmanna um að flytja fólk frá nokkrum hernumdum svæðum til annarra svæða í Sýrlandi.

Við flutninginn var bíl ekið að rútunum. Ökumaðurinn þóttist ætla að gefa flóttafólkinu mat og drykki, áður en hann sprengdi bílinn í loft upp, að því er greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki er vitað hvernig árásarmaðurinn komst inn á svæðið án leyfis stjórnarhersins.

Talsmenn stjórnarhersins segjast telja að uppreisnarhópar hafi verið á bak við árásina, en uppreisnarmenn þræta fyrir það og segja hana ekki hafa þjónað neinum hernaðarlegum tilgangi.

Frans páfi fordæmdi í morgun árásina og sagði hana sérstaklega grimmilega.

Skömmu áður en lagt var af stað.vísir/epa

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×