Innlent

Útskrifaður af sjúkrahúsi eftir hnífstungu í Amsterdam

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ráðist var á manninn, sem búsettur er í Reykjavík, í norðurhluta Amsterdam
Ráðist var á manninn, sem búsettur er í Reykjavík, í norðurhluta Amsterdam Vísir/Getty
Maðurinn sem stunginn var með hnífi í Amsterdam í Hollandi í fyrrakvöld hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmannsins er enn leitað en möguleiki er á að lýst verði eftir honum í fjölmiðlum, að því er greint er frá á vef RÚV.

Árásin átti sér stað á fjölfarinni götu í norðurhluta Amsterdam í kringum miðnætti að staðartíma. Hinn grunaði er sagður hafa flúið vettvang og haldið í átt að ferju sem flytur gangandi og hjólandi vegfarendur milli borgarhluta.

Bundnar eru vonir við að upptökur úr eftirlitsmyndavélum hjálpi til við rannsóknina. Ef ekki, verður væntanlega lýst eftir manninum í fjölmiðlum.

Árásir á borð við þessa eru ekki algengar í þessum hluta borgarinnar, að sögn lögreglu á staðnum.


Tengdar fréttir

Maður frá Íslandi stunginn í Amsterdam

Ráðist var á þrítugan karlmann, sem búsettur er á Íslandi, í Amsterdam í gærkvöldi. Hann er þar staddur í fríi. Maðurinn er ekki alvarlega særður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×