„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Ingvar Þór Björnsson og Samúel Karl Ólason skrifa 12. nóvember 2017 22:31 Miklar umræður sköpuðust á þungum fundi Vinstri grænna í kvöld. Vísir/Stefán Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. Eins og Vísir greindi frá var fundi flokksins um hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn frestað til morguns. Þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun og taka ákvörðun um framhaldið þá. Aðspurð hvort fundurinn hafi verið þungur segir Katrín Jakobsdóttir svo vera. „Já hann var það. Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að mikil umræða hafi skapast. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns,“ segir hún. Katrín segir að hún horfi á þetta út frá málefnum og eðlilegt sé að láta reyna á hvort hægt sé að ná góðum málefnasamning út úr viðræðunum. „Persónulega horfi ég á þetta út frá málefnum og ég tel að við séum ekki komin með neitt í hendurnar enda eru þetta óformlegar þreifingar. Það er mín sannfæring að það sé eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning út úr þessu. Það er í takt við það sem við sögðum fyrir kosningar. Að við séum reiðubúin að vinna með hverjum sem er út frá málefnagrunni.“Sér ekki tilefni til annars en að halda áfram viðræðumKolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki geta talað fyrir aðra flokksmenn en segir að niðurstaðan muni liggja fyrir á morgun. „Mér finnst, eins og við sögðum fyrir kosningar, að við ættum ekki að útiloka neinn flokk. Ég hef ekki séð neitt ennþá sem gefur tilefni til annars en að halda áfram og kanna um hvaða málefni gæti náðst saman,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að þetta snúi fyrst og fremst um málefnin. „Það þarf að skoða ákveðna hluti betur og við klárum það á morgun.“Steingrímur mun fylgja formanni og þingflokksformanni þétt að málumSteingrímur J. Sigfússon segir að mikil umræða hafi skapast á fundinum og hann hafi tekið langan tíma. Hann og annar meðlimur þingflokksins hafi sótt fundinn í gegnum síma og það hafi verið óþægilegt og jafnvel spilað inn í töfina. Því var hann á leið suður til Reykjavíkur þegar Vísir náði af honum tali. Varðandi sína stöðu sagðist Steingrímur fylgja „mínum formann og þingflokksformanni þétt að málum. Það er ósköp einfalt. Ég styð það sem þær leggja til.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. Eins og Vísir greindi frá var fundi flokksins um hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn frestað til morguns. Þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun og taka ákvörðun um framhaldið þá. Aðspurð hvort fundurinn hafi verið þungur segir Katrín Jakobsdóttir svo vera. „Já hann var það. Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að mikil umræða hafi skapast. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns,“ segir hún. Katrín segir að hún horfi á þetta út frá málefnum og eðlilegt sé að láta reyna á hvort hægt sé að ná góðum málefnasamning út úr viðræðunum. „Persónulega horfi ég á þetta út frá málefnum og ég tel að við séum ekki komin með neitt í hendurnar enda eru þetta óformlegar þreifingar. Það er mín sannfæring að það sé eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning út úr þessu. Það er í takt við það sem við sögðum fyrir kosningar. Að við séum reiðubúin að vinna með hverjum sem er út frá málefnagrunni.“Sér ekki tilefni til annars en að halda áfram viðræðumKolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki geta talað fyrir aðra flokksmenn en segir að niðurstaðan muni liggja fyrir á morgun. „Mér finnst, eins og við sögðum fyrir kosningar, að við ættum ekki að útiloka neinn flokk. Ég hef ekki séð neitt ennþá sem gefur tilefni til annars en að halda áfram og kanna um hvaða málefni gæti náðst saman,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að þetta snúi fyrst og fremst um málefnin. „Það þarf að skoða ákveðna hluti betur og við klárum það á morgun.“Steingrímur mun fylgja formanni og þingflokksformanni þétt að málumSteingrímur J. Sigfússon segir að mikil umræða hafi skapast á fundinum og hann hafi tekið langan tíma. Hann og annar meðlimur þingflokksins hafi sótt fundinn í gegnum síma og það hafi verið óþægilegt og jafnvel spilað inn í töfina. Því var hann á leið suður til Reykjavíkur þegar Vísir náði af honum tali. Varðandi sína stöðu sagðist Steingrímur fylgja „mínum formann og þingflokksformanni þétt að málum. Það er ósköp einfalt. Ég styð það sem þær leggja til.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira