Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. nóvember 2017 20:01 Helgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili. Vísir/Samsett Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins deildi grein Björns Bjarnasonar á Facebook síðu sinni og tók þar undir orð hans um að Píratar hafi aldrei látið reyna á nein málefni, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðræðunum. Sagði Björn að Píratar hafi ekki heldur lagt sig fram um málefnaleg störf á Alþingi og tók Brynjar undir með honum: „Hér hittir Björn naglann á höfuðið eins og svo oft áður.“ Helgi Hrafn Gunnarsson svarar Brynjari fullum hálsi í athugasemd fyrir neðan deilinguna. „Það vill nefnilega svo merkilega til að á því tímabili sem þú tekur undir með Birni Bjarnasyni að Píratar hafi verið skoðana- og iðjulausir þá lagðirðu sjálfur ekki eitt einasta þingmál fram undir eigin nafni,“ skrifar Helgi. „Ekki eitt frumvarp, ekki eina þingsályktunartillögu, ekki svo mikið sem skriflega fyrirspurn til ráðherra. Ekkert. Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar.“Einungis að benda á hvers konar glerhúsi kastað er grjóti úrHelgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili, Jón Þór Ólafsson lagði fram átta frumvörp og fjögur þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu og Birgitta Jónsdóttir lagði fram sjö frumvörp og níu þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu. Helgi segir að hann hefði ekki bent á þetta að fyrra bragði. „Þú hagar þínum þingstörfum auðvitað bara eins og þér sýnist. Ég væri ekkert að benda á þetta að fyrra bragði, heldur einungis til að benda þér á hvers konar glerhúsi þú ert að kasta grjóti út um þegar þú ferð að tala um skoðana- og iðjuleysi annarra.” Jafnframt skrifar Helgi að honum þyki ekki skemmtilegt að benda á þetta, enda vilji hann frekar stunda uppbyggilega pólitík. „En áður en þú byrjar að kasta grjóti næst skaltu íhuga hvar þú stendur.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins deildi grein Björns Bjarnasonar á Facebook síðu sinni og tók þar undir orð hans um að Píratar hafi aldrei látið reyna á nein málefni, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðræðunum. Sagði Björn að Píratar hafi ekki heldur lagt sig fram um málefnaleg störf á Alþingi og tók Brynjar undir með honum: „Hér hittir Björn naglann á höfuðið eins og svo oft áður.“ Helgi Hrafn Gunnarsson svarar Brynjari fullum hálsi í athugasemd fyrir neðan deilinguna. „Það vill nefnilega svo merkilega til að á því tímabili sem þú tekur undir með Birni Bjarnasyni að Píratar hafi verið skoðana- og iðjulausir þá lagðirðu sjálfur ekki eitt einasta þingmál fram undir eigin nafni,“ skrifar Helgi. „Ekki eitt frumvarp, ekki eina þingsályktunartillögu, ekki svo mikið sem skriflega fyrirspurn til ráðherra. Ekkert. Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar.“Einungis að benda á hvers konar glerhúsi kastað er grjóti úrHelgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili, Jón Þór Ólafsson lagði fram átta frumvörp og fjögur þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu og Birgitta Jónsdóttir lagði fram sjö frumvörp og níu þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu. Helgi segir að hann hefði ekki bent á þetta að fyrra bragði. „Þú hagar þínum þingstörfum auðvitað bara eins og þér sýnist. Ég væri ekkert að benda á þetta að fyrra bragði, heldur einungis til að benda þér á hvers konar glerhúsi þú ert að kasta grjóti út um þegar þú ferð að tala um skoðana- og iðjuleysi annarra.” Jafnframt skrifar Helgi að honum þyki ekki skemmtilegt að benda á þetta, enda vilji hann frekar stunda uppbyggilega pólitík. „En áður en þú byrjar að kasta grjóti næst skaltu íhuga hvar þú stendur.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira