Konurnar öflugar í glæpasögunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 19:00 Bókatíðindi eru væntanleg í hús í vikunni sem fyrir mörgum er fyrsta merki um að jólin nálgist. Bókajólin í ár einkennast af glæpasögum og hafa aldrei fleiri konur verið meðal glæpasagnahöfunda. Glæpasagnadrottningin Yrsa hefur rutt veginn en hún er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Á árinu koma hundrað og fimmtíu nýjar barna og -unglingabækur út á Íslandi og tvö hundruð nýjar skáldsögur. En hvernig eru íslensk skáld að standa sig í útgáfunni?Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.„Íslensk skáld standa sig nú alltaf ótrúlega vel og það vekur alheimsathygli hvað við gefum út margar bækur á hverju ári. En í ár þegar við lítum á Bókatíðindin sem borin eru í hús í næstu viku. Þá eru aðeins færri íslenskar skáldsögur en í fyrra en fleiri glæpasögur en nokkru sinni áður,“ segir Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bryndís segir að minnsta kosti sextán nýjar glæpasögur komi út á árinu og um fjörutíu prósent höfunda séu konur. Það þýði að aldrei hafi eins margar konur gefið út glæpasögu sem séu gleðitíðindi. „Ég held nefnilega að konur séu ekki jafn sleipar þegar kemur að því að myrða í alvörunni og þær virðast ekki standa körlunum langt að baki þegar kemur að því að skrifa um glæpi.“ Og sú sem ruddi veginn hlýtur að vera Yrsa Sigurðardóttir sem er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Og afköstin eru ekki lítil. „Ég er búin að skrifa í 13 ár. Þetta er 13. bókin mín og áður skrifaði ég fimm barnabækur,“ segir Yrsa. Yrsa fagnar fleiri konum á markaðinn og hefur engar áhyggjur af samkeppninni. En hún bíður þessa dagana spennt eftir bókinni sinni eins og margir aðrir íslenskir höfundar þar sem seinkun hefur orðið á sendingum frá útlöndum - þar sem allar íslenskar bækur eru prentaðar núna. „Bókin mín er einhvers staðar úti í gámi í hafsjó. Kemur vonandi í höfn. En kemur í næstu viku en hún var prentuð í Finnlandi og kemur í næstu viku. En hér er prufueintak, Gatið.“ En þegar bókin er komin í hendurnar, eru þá komin jól hjá Yrsu? „Ég er alltaf rosalega glöð á hádegi á aðfangadag, þá er allt búið og að koma nýtt ár þegar maður er aftur orðinn venjulegur borgari. Og byrjuð á næstu bók? Já, ég byrja að hugsa um næstu bók bara bráðlega.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bókatíðindi eru væntanleg í hús í vikunni sem fyrir mörgum er fyrsta merki um að jólin nálgist. Bókajólin í ár einkennast af glæpasögum og hafa aldrei fleiri konur verið meðal glæpasagnahöfunda. Glæpasagnadrottningin Yrsa hefur rutt veginn en hún er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Á árinu koma hundrað og fimmtíu nýjar barna og -unglingabækur út á Íslandi og tvö hundruð nýjar skáldsögur. En hvernig eru íslensk skáld að standa sig í útgáfunni?Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.„Íslensk skáld standa sig nú alltaf ótrúlega vel og það vekur alheimsathygli hvað við gefum út margar bækur á hverju ári. En í ár þegar við lítum á Bókatíðindin sem borin eru í hús í næstu viku. Þá eru aðeins færri íslenskar skáldsögur en í fyrra en fleiri glæpasögur en nokkru sinni áður,“ segir Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bryndís segir að minnsta kosti sextán nýjar glæpasögur komi út á árinu og um fjörutíu prósent höfunda séu konur. Það þýði að aldrei hafi eins margar konur gefið út glæpasögu sem séu gleðitíðindi. „Ég held nefnilega að konur séu ekki jafn sleipar þegar kemur að því að myrða í alvörunni og þær virðast ekki standa körlunum langt að baki þegar kemur að því að skrifa um glæpi.“ Og sú sem ruddi veginn hlýtur að vera Yrsa Sigurðardóttir sem er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Og afköstin eru ekki lítil. „Ég er búin að skrifa í 13 ár. Þetta er 13. bókin mín og áður skrifaði ég fimm barnabækur,“ segir Yrsa. Yrsa fagnar fleiri konum á markaðinn og hefur engar áhyggjur af samkeppninni. En hún bíður þessa dagana spennt eftir bókinni sinni eins og margir aðrir íslenskir höfundar þar sem seinkun hefur orðið á sendingum frá útlöndum - þar sem allar íslenskar bækur eru prentaðar núna. „Bókin mín er einhvers staðar úti í gámi í hafsjó. Kemur vonandi í höfn. En kemur í næstu viku en hún var prentuð í Finnlandi og kemur í næstu viku. En hér er prufueintak, Gatið.“ En þegar bókin er komin í hendurnar, eru þá komin jól hjá Yrsu? „Ég er alltaf rosalega glöð á hádegi á aðfangadag, þá er allt búið og að koma nýtt ár þegar maður er aftur orðinn venjulegur borgari. Og byrjuð á næstu bók? Já, ég byrja að hugsa um næstu bók bara bráðlega.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira