Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. Rætt verður við biskup í fréttum Stöðvar tvö.

Einnig verður rætt við mann sem bjó á götunni í sex mánuði en hann telur þörf á áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk.

Þá verður fjallað um erlenda ferðamenn sem hafa kosið að dvelja á Íslandi yfir jólahátíðina og gamalt jólatré sem hefur öðlast nýtt líf á söndunum við Þorlákshöfn.

Kvöldfréttir hefjast á slaginu 18:30 í beinni útsending á Stöð 2 og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×