Urðu skelfingu lostin þegar ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. apríl 2017 21:02 Tveir fimmtán ára unglingar voru skelfingu losnir eftir að ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum í Reykjavík síðdegis í dag. Krakkarnir voru á vespu þegar þau segja tvo menn í svartri Opel Astru-bifreið hafa komið á fullri ferð í átt að þeim. Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir voru stödd á vespu í Laugardalnum þegar atvikið átti sér stað og lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvað gerðist. „Ég sá síðan að hann gaf allt í botn og það kom reykur og bíllinn hristist. Það er hægt að sjá hérna bílfar þar sem hann fór á fleygiferð hérna inn,“ sagði Guðjón Már. „Bílar mega ekki vera hérna þannig að okkur fannst þetta mjög skrýtið og þeir brunuðu á móti okkur. Við drifum okkur því hingað en þeir stoppuðu ekki heldur beygðu áfram og eltu okkur,“ sagði Silvía Rose. Þau Guðjón óttuðust um líf sitt og sögðust vera í sjokki. „Þegar við vorum komin aðeins lengra þá var ég að leita að öllum leiðum til að komast út af þessum göngustíg.“ Silvía og Guðjón þekkja ekki mennina sem voru á bílnum. „Við vitum ekkert hverjir þetta eru,“ sagði Silvía. Lögreglan kom á staðinn og segir Silvía að lögreglan ætli að kíkja í öryggismyndavélar þar sem bílnúmerið gæti hafa náðst á eina slíka. Gunnar Víking Ólafsson, faðir Silvíu, segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sáttur við vinnubrögð lögreglu í málinu. Svo virðist sem það sé ekki í neinum forgangi þrátt fyrir að ökumaður bílsins hafi að sögn barnanna keyrt á fullri ferð í áttina að þeim. Eftir því sem fréttastofa kemst næst skoðar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú málið en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna þess.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira
Tveir fimmtán ára unglingar voru skelfingu losnir eftir að ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum í Reykjavík síðdegis í dag. Krakkarnir voru á vespu þegar þau segja tvo menn í svartri Opel Astru-bifreið hafa komið á fullri ferð í átt að þeim. Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir voru stödd á vespu í Laugardalnum þegar atvikið átti sér stað og lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvað gerðist. „Ég sá síðan að hann gaf allt í botn og það kom reykur og bíllinn hristist. Það er hægt að sjá hérna bílfar þar sem hann fór á fleygiferð hérna inn,“ sagði Guðjón Már. „Bílar mega ekki vera hérna þannig að okkur fannst þetta mjög skrýtið og þeir brunuðu á móti okkur. Við drifum okkur því hingað en þeir stoppuðu ekki heldur beygðu áfram og eltu okkur,“ sagði Silvía Rose. Þau Guðjón óttuðust um líf sitt og sögðust vera í sjokki. „Þegar við vorum komin aðeins lengra þá var ég að leita að öllum leiðum til að komast út af þessum göngustíg.“ Silvía og Guðjón þekkja ekki mennina sem voru á bílnum. „Við vitum ekkert hverjir þetta eru,“ sagði Silvía. Lögreglan kom á staðinn og segir Silvía að lögreglan ætli að kíkja í öryggismyndavélar þar sem bílnúmerið gæti hafa náðst á eina slíka. Gunnar Víking Ólafsson, faðir Silvíu, segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sáttur við vinnubrögð lögreglu í málinu. Svo virðist sem það sé ekki í neinum forgangi þrátt fyrir að ökumaður bílsins hafi að sögn barnanna keyrt á fullri ferð í áttina að þeim. Eftir því sem fréttastofa kemst næst skoðar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú málið en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna þess.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira