Að byrja á öfugum enda Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfirleitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitthvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorkulífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð markmið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt reddinganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, markvissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutækifæri á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæriÞað er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með því að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánarbætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjórnina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipulega að tryggja aukin atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúðrast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélagsins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfirleitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitthvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorkulífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð markmið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt reddinganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, markvissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutækifæri á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæriÞað er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með því að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánarbætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjórnina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipulega að tryggja aukin atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúðrast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélagsins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun