Tunglið hafði eitt sinn lofthjúp Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 23:55 Teikning af Regnhafinu á tunglinu þegar jarðvirkni var þar til staðar. Gasið úr eldgosum gat myndað lofthjúp sem hvarf á endanum út í geim. NASA MSFC Gríðarleg eldgos á tunglinu fyrir milljörðum ára mynduðu lofthjúp sem entist að líkindum í tugi milljóna ára áður en hann gufaði upp út í geim. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á eldgosunum. Tunglið okkar stendur nakið og berskjaldað í geimnum án andrúmslofts. Lofttæmið þar þýðir að gríðarlegar hitasveiflur verða á yfirborðinu allt eftir því hvort það er í skugga eða baðað sólarljósi. Þannig getur hitinn náð um 100°C í sólinni en -170°C í forsælunni. Rannsókn vísindamannanna sem þeir segja frá í Earth and Planetary Sciene Letters bendir þó til þess að tunglið hafi ekki alla tíð verið eins varnarlaust fyrir geimgeislum og það er nú. Þegar innviði tunglsins voru enn heit og eldgos voru tíð á yfirborði þess losnaði mikið magn gastegunda sem vísindamennirnir reikna út að hafi streymt út hraðar en það hvarf út í geim. Þannig hafi eldfjallagasið geta myndað og viðhaldið lofthjúpi í um 70 milljónir ára.Gerbreytir sýn manna á tungliðVísindamennirnir telja að lofthjúpurinn hafi verið þykkastur fyrir um 3,5 milljörðum ára. Mest var gasstreymið fyrir um 3,8-3,5 milljörðum ára þegar hraun flæddi yfir Regnhafið og Kyrrðarhafið Í frétt á vefnum Phys.org kemur fram að Apollo-geimfararnir tóku sýni úr þessum hraunum sem gerðu mönnum kleift að aldursgreina það. Þá fundust einnig merki um gasið sem varð til við eldsumbrotin, þar á meðal kolmónoxíð og undirstöður vatns og brennisteinssameinda. „Þessi rannsókn gerbreytir sýn okkar á tunglið frá því að vera loftlaus grjóthnullungur yfir í að hafa verið hulinn lofthjúpi sem var þykkari en sá sem er utan um Mars í dag,“ segir David Kring, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni frá Universities Space Research Association. Á meðan á þessu stóð hefði tunglið litið töluvert öðruvísi út frá jörðinni séð en það gerir í dag. Tunglið var þá nærri því þrefalt nær jörðinni og hefði því verði þeim mun stærra á næturhimninum. Vísindi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Gríðarleg eldgos á tunglinu fyrir milljörðum ára mynduðu lofthjúp sem entist að líkindum í tugi milljóna ára áður en hann gufaði upp út í geim. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á eldgosunum. Tunglið okkar stendur nakið og berskjaldað í geimnum án andrúmslofts. Lofttæmið þar þýðir að gríðarlegar hitasveiflur verða á yfirborðinu allt eftir því hvort það er í skugga eða baðað sólarljósi. Þannig getur hitinn náð um 100°C í sólinni en -170°C í forsælunni. Rannsókn vísindamannanna sem þeir segja frá í Earth and Planetary Sciene Letters bendir þó til þess að tunglið hafi ekki alla tíð verið eins varnarlaust fyrir geimgeislum og það er nú. Þegar innviði tunglsins voru enn heit og eldgos voru tíð á yfirborði þess losnaði mikið magn gastegunda sem vísindamennirnir reikna út að hafi streymt út hraðar en það hvarf út í geim. Þannig hafi eldfjallagasið geta myndað og viðhaldið lofthjúpi í um 70 milljónir ára.Gerbreytir sýn manna á tungliðVísindamennirnir telja að lofthjúpurinn hafi verið þykkastur fyrir um 3,5 milljörðum ára. Mest var gasstreymið fyrir um 3,8-3,5 milljörðum ára þegar hraun flæddi yfir Regnhafið og Kyrrðarhafið Í frétt á vefnum Phys.org kemur fram að Apollo-geimfararnir tóku sýni úr þessum hraunum sem gerðu mönnum kleift að aldursgreina það. Þá fundust einnig merki um gasið sem varð til við eldsumbrotin, þar á meðal kolmónoxíð og undirstöður vatns og brennisteinssameinda. „Þessi rannsókn gerbreytir sýn okkar á tunglið frá því að vera loftlaus grjóthnullungur yfir í að hafa verið hulinn lofthjúpi sem var þykkari en sá sem er utan um Mars í dag,“ segir David Kring, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni frá Universities Space Research Association. Á meðan á þessu stóð hefði tunglið litið töluvert öðruvísi út frá jörðinni séð en það gerir í dag. Tunglið var þá nærri því þrefalt nær jörðinni og hefði því verði þeim mun stærra á næturhimninum.
Vísindi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira