Tunglið hafði eitt sinn lofthjúp Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 23:55 Teikning af Regnhafinu á tunglinu þegar jarðvirkni var þar til staðar. Gasið úr eldgosum gat myndað lofthjúp sem hvarf á endanum út í geim. NASA MSFC Gríðarleg eldgos á tunglinu fyrir milljörðum ára mynduðu lofthjúp sem entist að líkindum í tugi milljóna ára áður en hann gufaði upp út í geim. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á eldgosunum. Tunglið okkar stendur nakið og berskjaldað í geimnum án andrúmslofts. Lofttæmið þar þýðir að gríðarlegar hitasveiflur verða á yfirborðinu allt eftir því hvort það er í skugga eða baðað sólarljósi. Þannig getur hitinn náð um 100°C í sólinni en -170°C í forsælunni. Rannsókn vísindamannanna sem þeir segja frá í Earth and Planetary Sciene Letters bendir þó til þess að tunglið hafi ekki alla tíð verið eins varnarlaust fyrir geimgeislum og það er nú. Þegar innviði tunglsins voru enn heit og eldgos voru tíð á yfirborði þess losnaði mikið magn gastegunda sem vísindamennirnir reikna út að hafi streymt út hraðar en það hvarf út í geim. Þannig hafi eldfjallagasið geta myndað og viðhaldið lofthjúpi í um 70 milljónir ára.Gerbreytir sýn manna á tungliðVísindamennirnir telja að lofthjúpurinn hafi verið þykkastur fyrir um 3,5 milljörðum ára. Mest var gasstreymið fyrir um 3,8-3,5 milljörðum ára þegar hraun flæddi yfir Regnhafið og Kyrrðarhafið Í frétt á vefnum Phys.org kemur fram að Apollo-geimfararnir tóku sýni úr þessum hraunum sem gerðu mönnum kleift að aldursgreina það. Þá fundust einnig merki um gasið sem varð til við eldsumbrotin, þar á meðal kolmónoxíð og undirstöður vatns og brennisteinssameinda. „Þessi rannsókn gerbreytir sýn okkar á tunglið frá því að vera loftlaus grjóthnullungur yfir í að hafa verið hulinn lofthjúpi sem var þykkari en sá sem er utan um Mars í dag,“ segir David Kring, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni frá Universities Space Research Association. Á meðan á þessu stóð hefði tunglið litið töluvert öðruvísi út frá jörðinni séð en það gerir í dag. Tunglið var þá nærri því þrefalt nær jörðinni og hefði því verði þeim mun stærra á næturhimninum. Vísindi Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Gríðarleg eldgos á tunglinu fyrir milljörðum ára mynduðu lofthjúp sem entist að líkindum í tugi milljóna ára áður en hann gufaði upp út í geim. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á eldgosunum. Tunglið okkar stendur nakið og berskjaldað í geimnum án andrúmslofts. Lofttæmið þar þýðir að gríðarlegar hitasveiflur verða á yfirborðinu allt eftir því hvort það er í skugga eða baðað sólarljósi. Þannig getur hitinn náð um 100°C í sólinni en -170°C í forsælunni. Rannsókn vísindamannanna sem þeir segja frá í Earth and Planetary Sciene Letters bendir þó til þess að tunglið hafi ekki alla tíð verið eins varnarlaust fyrir geimgeislum og það er nú. Þegar innviði tunglsins voru enn heit og eldgos voru tíð á yfirborði þess losnaði mikið magn gastegunda sem vísindamennirnir reikna út að hafi streymt út hraðar en það hvarf út í geim. Þannig hafi eldfjallagasið geta myndað og viðhaldið lofthjúpi í um 70 milljónir ára.Gerbreytir sýn manna á tungliðVísindamennirnir telja að lofthjúpurinn hafi verið þykkastur fyrir um 3,5 milljörðum ára. Mest var gasstreymið fyrir um 3,8-3,5 milljörðum ára þegar hraun flæddi yfir Regnhafið og Kyrrðarhafið Í frétt á vefnum Phys.org kemur fram að Apollo-geimfararnir tóku sýni úr þessum hraunum sem gerðu mönnum kleift að aldursgreina það. Þá fundust einnig merki um gasið sem varð til við eldsumbrotin, þar á meðal kolmónoxíð og undirstöður vatns og brennisteinssameinda. „Þessi rannsókn gerbreytir sýn okkar á tunglið frá því að vera loftlaus grjóthnullungur yfir í að hafa verið hulinn lofthjúpi sem var þykkari en sá sem er utan um Mars í dag,“ segir David Kring, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni frá Universities Space Research Association. Á meðan á þessu stóð hefði tunglið litið töluvert öðruvísi út frá jörðinni séð en það gerir í dag. Tunglið var þá nærri því þrefalt nær jörðinni og hefði því verði þeim mun stærra á næturhimninum.
Vísindi Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira