Heimsmeistararnir komnir til Rússlands | Öll úrslit dagsins í undankeppni HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2017 20:30 Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Heimsmeistarar Þýskalands tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með 0-3 sigri á N-Írlandi í Belfast í C-riðli. Sebastian Rudy, Sandro Wagner og Joshua Kimmich skoruðu mörk Þjóðverja sem hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni með markatölunni 38-3. Strákarnir hans Lars Lagerbäck í norska landsliðinu rústuðu San Marinó, 0-8, á útivelli. Mohamed Elyounoussi skoraði þrennu fyrir Norðmenn sem eru í 4. sæti C-riðils. Í þriðja og síðasta leik C-riðils bar Tékkland sigurorð af Aserbaídsjan, 1-2.Christian Eriksen tryggði Dönum gríðarlega mikilvægan sigur á Svartfellingum í E-riðli. Tottenham-maðurinn skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Eriksen hefur nú skorað í fimm landsleikjum í röð. Danir eru núna með þriggja stiga forystu á Svartfellinga í 2. sæti riðilsins. Danmörk er auk þess með betri markatölu en Svartfjallaland. Í sama riðli rúllaði Pólland yfir Armeníu, 1-6, og Rúmenía vann Kasakstan, 3-1. Robert Lewandowski skoraði þrennu fyrir Pólverja og er því kominn með 15 mörk í undankeppninni. Pólland er í 1. sæti E-riðils og dugir jafntefli gegn Svartfjallalandi í lokaumferðinni til að komast á HM.England er komið á HM eftir 1-0 heimasigur á Slóveníu í F-riðli. Harry Kane skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Skotar eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig eftir 1-0 sigur á Slóvökum á Hampden Park. Þá gerðu Malta og Litháen 1-1 jafntefli.C-riðill:N-Írland 1-3 Þýskaland 0-1 Sebastian Rudy (2.), 0-2 Sandro Wagner (21.), 0-3 Joshua Kimmich (86.), 1-3 Josh Magennis (90+3.).San Marinó 0-8 Noregur 0-1 Davide Simoncini, sjálfsmark (8.), 0-2 Joshua King, víti (14.), 0-3 King (17.), 0-4 Mohamed Elyounoussi (40.), 0-5 Elyounoussi (48.), 0-6 Ole Selnaes (59.), 0-7 Elyounoussi (69.), 0-8 Martin Linnes (87.).Aserbaídsjan 1-2 Tékkland 0-1 Jan Kopic (35.), 1-1 Afran Izmailov, víti (55.), 1-2 Antonin Barak (66.).E-riðill:Svartfjallaland 0-1 Danmörk 0-1 Christian Eriksen (16.).Armenía 1-6 Pólland 0-1 Kamil Grosicki (2.), 0-2 Robert Lewandowski (18.), 0-3 Lewandowski (25.), 1-3 Hovhannes Hambardzumyan (39.), 1-4 Jakub Blaszczykowski (58.), 1-5 Lewandowski (64.), 1-6 Rafal Wolski (89.).Rúmenía 3-1 Kasakstan 1-0 Constantin Budescu (33.), 2-0 Budescu, víti (38.), 3-0 Claudiu Keseru (73.), 3-1 Baurzhan Turysbek (82.).F-riðill:England 1-0 Slóvenía 1-0 Harry Kane (90+4.).Skotland 1-0 Slóvakía 1-0 Chris Martin (89.).Rautt spjald: Robert Mak, Slóvakía (23.).Malta 1-1 Litháen 1-0 Andrei Agius (23.), 1-1 Vykintas Slivka (53.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Heimsmeistarar Þýskalands tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með 0-3 sigri á N-Írlandi í Belfast í C-riðli. Sebastian Rudy, Sandro Wagner og Joshua Kimmich skoruðu mörk Þjóðverja sem hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni með markatölunni 38-3. Strákarnir hans Lars Lagerbäck í norska landsliðinu rústuðu San Marinó, 0-8, á útivelli. Mohamed Elyounoussi skoraði þrennu fyrir Norðmenn sem eru í 4. sæti C-riðils. Í þriðja og síðasta leik C-riðils bar Tékkland sigurorð af Aserbaídsjan, 1-2.Christian Eriksen tryggði Dönum gríðarlega mikilvægan sigur á Svartfellingum í E-riðli. Tottenham-maðurinn skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Eriksen hefur nú skorað í fimm landsleikjum í röð. Danir eru núna með þriggja stiga forystu á Svartfellinga í 2. sæti riðilsins. Danmörk er auk þess með betri markatölu en Svartfjallaland. Í sama riðli rúllaði Pólland yfir Armeníu, 1-6, og Rúmenía vann Kasakstan, 3-1. Robert Lewandowski skoraði þrennu fyrir Pólverja og er því kominn með 15 mörk í undankeppninni. Pólland er í 1. sæti E-riðils og dugir jafntefli gegn Svartfjallalandi í lokaumferðinni til að komast á HM.England er komið á HM eftir 1-0 heimasigur á Slóveníu í F-riðli. Harry Kane skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Skotar eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig eftir 1-0 sigur á Slóvökum á Hampden Park. Þá gerðu Malta og Litháen 1-1 jafntefli.C-riðill:N-Írland 1-3 Þýskaland 0-1 Sebastian Rudy (2.), 0-2 Sandro Wagner (21.), 0-3 Joshua Kimmich (86.), 1-3 Josh Magennis (90+3.).San Marinó 0-8 Noregur 0-1 Davide Simoncini, sjálfsmark (8.), 0-2 Joshua King, víti (14.), 0-3 King (17.), 0-4 Mohamed Elyounoussi (40.), 0-5 Elyounoussi (48.), 0-6 Ole Selnaes (59.), 0-7 Elyounoussi (69.), 0-8 Martin Linnes (87.).Aserbaídsjan 1-2 Tékkland 0-1 Jan Kopic (35.), 1-1 Afran Izmailov, víti (55.), 1-2 Antonin Barak (66.).E-riðill:Svartfjallaland 0-1 Danmörk 0-1 Christian Eriksen (16.).Armenía 1-6 Pólland 0-1 Kamil Grosicki (2.), 0-2 Robert Lewandowski (18.), 0-3 Lewandowski (25.), 1-3 Hovhannes Hambardzumyan (39.), 1-4 Jakub Blaszczykowski (58.), 1-5 Lewandowski (64.), 1-6 Rafal Wolski (89.).Rúmenía 3-1 Kasakstan 1-0 Constantin Budescu (33.), 2-0 Budescu, víti (38.), 3-0 Claudiu Keseru (73.), 3-1 Baurzhan Turysbek (82.).F-riðill:England 1-0 Slóvenía 1-0 Harry Kane (90+4.).Skotland 1-0 Slóvakía 1-0 Chris Martin (89.).Rautt spjald: Robert Mak, Slóvakía (23.).Malta 1-1 Litháen 1-0 Andrei Agius (23.), 1-1 Vykintas Slivka (53.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira