Skrítið að verða gamall Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. október 2017 10:30 Hans Kristján finnur lítið fyrir aldrinum, að eigin sögn. Vísir/Eyþór Árnason Er það? Guð, hvað er ég orðinn gamall?“ spyr Hans Kristján Árnason í gríni þegar hann er minntur á stórafmælið í dag. Svo kemur í ljós að hann er einmitt á fullu að undirbúa daginn sem hann ætlar að verja með fjölskyldu og vinum. Hann telur þetta stór tímamót. „Það er ótrúlega skrítið að verða gamall, sérstaklega þegar maður upplifir sig ekki þannig.“ Hans Kristján er hagfræðingur að mennt. Hann hefur starfað sjálfstætt að ýmsum verkefnum í áratugi. „Ég stofnaði Stöð 2 með Jóni Óttari Ragnarssyni, hún fór í loftið 1986 og við rákum hana þar til að bankinn tók hana af okkur fimm árum síðar. Eftir það hef ég mest verið að gera heimildarmyndir fyrir sjónvarp, er búinn að gera um 30 heimildarmyndir, það hefur verið aðalvinna mín í síðustu áratugi.“ Myndirnar hefur Hans Kristján tekið mikið erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada, og þær snúast mest um ævisögur. „Ég sérhæfi mig í ævisögum. Síðasta myndin sem ég gerði var um fyrrverandi forstjóra MoMA, Museum of Modern Art í New York. Sá maður var fæddur á Skógarströnd í Dalasýslu og hét Sveinn Kristján Bjarnason en skipti um nafn 26 ára gamall í New York og skírði sig Holger Cahill. Í skráningunni breytti hann um fæðingarstað og yngdi sig um sex ár. Hann var áhrifamesti maður í Bandaríkjunum í myndlist á fyrri hluta síðustu aldar og eini Íslendingurinn sem hefur komið á forsíðu Time Magazine. Ævi hans var ævintýraleg. Þessi mynd var sýnd á Hringbraut síðasta vetur. Svo hef ég verið talsvert í bókaútgáfu líka en nú er ég bara í rólegheitum. Þarf reyndar að hendast í búð núna því hún Sigga er þar að kaupa í veisluna.“ Þar er um að ræða Sigríði Halldórsdóttur, dóttur nóbelsskáldsins. Þau Hans Kristján hafa verið í sambandi síðan þau hittust í grænmetisdeildinni í Bónus fyrir nokkrum árum, eins og fram kom í ævisögu hennar í fyrra. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Er það? Guð, hvað er ég orðinn gamall?“ spyr Hans Kristján Árnason í gríni þegar hann er minntur á stórafmælið í dag. Svo kemur í ljós að hann er einmitt á fullu að undirbúa daginn sem hann ætlar að verja með fjölskyldu og vinum. Hann telur þetta stór tímamót. „Það er ótrúlega skrítið að verða gamall, sérstaklega þegar maður upplifir sig ekki þannig.“ Hans Kristján er hagfræðingur að mennt. Hann hefur starfað sjálfstætt að ýmsum verkefnum í áratugi. „Ég stofnaði Stöð 2 með Jóni Óttari Ragnarssyni, hún fór í loftið 1986 og við rákum hana þar til að bankinn tók hana af okkur fimm árum síðar. Eftir það hef ég mest verið að gera heimildarmyndir fyrir sjónvarp, er búinn að gera um 30 heimildarmyndir, það hefur verið aðalvinna mín í síðustu áratugi.“ Myndirnar hefur Hans Kristján tekið mikið erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada, og þær snúast mest um ævisögur. „Ég sérhæfi mig í ævisögum. Síðasta myndin sem ég gerði var um fyrrverandi forstjóra MoMA, Museum of Modern Art í New York. Sá maður var fæddur á Skógarströnd í Dalasýslu og hét Sveinn Kristján Bjarnason en skipti um nafn 26 ára gamall í New York og skírði sig Holger Cahill. Í skráningunni breytti hann um fæðingarstað og yngdi sig um sex ár. Hann var áhrifamesti maður í Bandaríkjunum í myndlist á fyrri hluta síðustu aldar og eini Íslendingurinn sem hefur komið á forsíðu Time Magazine. Ævi hans var ævintýraleg. Þessi mynd var sýnd á Hringbraut síðasta vetur. Svo hef ég verið talsvert í bókaútgáfu líka en nú er ég bara í rólegheitum. Þarf reyndar að hendast í búð núna því hún Sigga er þar að kaupa í veisluna.“ Þar er um að ræða Sigríði Halldórsdóttur, dóttur nóbelsskáldsins. Þau Hans Kristján hafa verið í sambandi síðan þau hittust í grænmetisdeildinni í Bónus fyrir nokkrum árum, eins og fram kom í ævisögu hennar í fyrra.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira