Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki allt sitt undir duttlungum og geðþótta stjórnmálamanna. Hið opinbera getur, án mikils tilkostnaðar eða beinna styrkja, komið til móts við almenning vegna fasteignakaupa með því að fella niður stimpilgjald af lánum. Stimpilgjaldið er ekkert annað en aukaskattur og kemur harðast niður á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði með íbúðakaupum. Ég hef lagt fram frumvarp þess efnis að stimpilgjaldið verði fellt niður og mun gera það aftur að kosningum loknum. Nái frumvarpið fram að ganga mun það einfalda kerfið og minnka kostnað vegna íbúðarkaupa svo um munar. Frumvarpið nýtist jafnt þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem vilja komast aftur inn á fasteignamarkaðinn. Þannig verður auðveldara fyrir alla að eignast íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Hlutfallið sjálft, 0,8%, er vissulega ekki hátt í stóra samhenginu. Fyrir einstakling sem tekur 25 milljóna króna lán nemur stimpilgjaldið 200 þúsund krónum svo tekið sé dæmi. Það er ekkert sem réttlætir þennan aukaskatt, sem hleypur á hundruðum þúsunda. Gjaldið er með öllu óþarft en fyrst og fremst ósanngjarnt. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup. Stimpilgjald leiðir til hærra fasteignaverðs, dregur úr framboði og rýrir hlut kaupenda og seljenda. Það má ætla að afnám stimpilgjalds byggi undir heilbrigðari verðmyndun á húsnæðismarkaði. Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina skattalækkun að ræða. Að því sögðu má ítreka að stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki horfa á hlutina eingöngu frá sjónarhorni ríkisins. Þeir eru til sem súpa hveljur yfir „tekjumissi“ ríkisins þegar hugmyndir um skattalækkanir eru lagðar fram. En stjórnmálamenn eru ekki kjörnir til að gæta hagsmuna ríkisins öllum stundum, heldur hagsmuna almennings. Stimpilgjaldið er tekið úr vösum almennings og fyrir meginþorra almennings skipta þessar upphæðir verulegu máli. Það er aldrei óábyrgt að horfa á hlutina út frá sjónarhorni skattgreiðandans. Í þessu tilviki aðallega ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég mun, hér eftir sem hingað til, beita mér fyrir hagsmunum þeirra. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki allt sitt undir duttlungum og geðþótta stjórnmálamanna. Hið opinbera getur, án mikils tilkostnaðar eða beinna styrkja, komið til móts við almenning vegna fasteignakaupa með því að fella niður stimpilgjald af lánum. Stimpilgjaldið er ekkert annað en aukaskattur og kemur harðast niður á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði með íbúðakaupum. Ég hef lagt fram frumvarp þess efnis að stimpilgjaldið verði fellt niður og mun gera það aftur að kosningum loknum. Nái frumvarpið fram að ganga mun það einfalda kerfið og minnka kostnað vegna íbúðarkaupa svo um munar. Frumvarpið nýtist jafnt þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem vilja komast aftur inn á fasteignamarkaðinn. Þannig verður auðveldara fyrir alla að eignast íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Hlutfallið sjálft, 0,8%, er vissulega ekki hátt í stóra samhenginu. Fyrir einstakling sem tekur 25 milljóna króna lán nemur stimpilgjaldið 200 þúsund krónum svo tekið sé dæmi. Það er ekkert sem réttlætir þennan aukaskatt, sem hleypur á hundruðum þúsunda. Gjaldið er með öllu óþarft en fyrst og fremst ósanngjarnt. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup. Stimpilgjald leiðir til hærra fasteignaverðs, dregur úr framboði og rýrir hlut kaupenda og seljenda. Það má ætla að afnám stimpilgjalds byggi undir heilbrigðari verðmyndun á húsnæðismarkaði. Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina skattalækkun að ræða. Að því sögðu má ítreka að stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki horfa á hlutina eingöngu frá sjónarhorni ríkisins. Þeir eru til sem súpa hveljur yfir „tekjumissi“ ríkisins þegar hugmyndir um skattalækkanir eru lagðar fram. En stjórnmálamenn eru ekki kjörnir til að gæta hagsmuna ríkisins öllum stundum, heldur hagsmuna almennings. Stimpilgjaldið er tekið úr vösum almennings og fyrir meginþorra almennings skipta þessar upphæðir verulegu máli. Það er aldrei óábyrgt að horfa á hlutina út frá sjónarhorni skattgreiðandans. Í þessu tilviki aðallega ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég mun, hér eftir sem hingað til, beita mér fyrir hagsmunum þeirra. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun