Sport

Sunna æfir með UFC-stjörnu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
JoJo og Sunna í stuði í Mjölnishöllinni í dag en þar verða þær að taka á því næstu daga.
JoJo og Sunna í stuði í Mjölnishöllinni í dag en þar verða þær að taka á því næstu daga. vísir/stefán
Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir æfir af krafti þessa dagana enda á hún bardaga í Kansas City í lok mánaðarins.

Það verður annar atvinnumannabardagi Sunnu en hún vann sannfærandi sigur í sínum fyrsta bardaga.

Í gær kom til landsins skoska bardagastjarnan Joanne Calderwood og hún mun æfa með Sunnu í tíu daga. Þetta er í fjórða sinn sem Calderwood kemur til Íslands að æfa en hún og Sunna eru góðar vinkonur.

Calderwood er þrítugur Skoti sem var í Invicta á sínum tíma en þar er Sunna að berjast núna. Hún samdi við UFC í desember árið 2013 og er í sjöunda sæti á styrkleikalista UFC í strávigtinni.

Það mun því klárlega hjálpa Sunnu mikið að æfa með JoJo, eins og hún er kölluð, næstu daga og klárt að okkar kona mætir í toppformi til Bandaríkjanna.

MMA

Tengdar fréttir

Sunna berst næst í lok mars

Bardagakonan Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir er búin að fá sinn næsta bardaga á atvinnumannaferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×