Erlent

Þingmaður á Evrópuþinginu: „Konur eru veikari, minni og heimskari og þær eiga að fá lægri laun“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pólski þingmaðurinn Januz Korwin-Mikke.
Pólski þingmaðurinn Januz Korwin-Mikke. vísir/epa
Það kom til átaka á Evrópuþinginu í gær þegar einn þingmaður tjáði sig um launamun kynjanna og viðraði þá skoðun sín að konur ættu einfaldlega að fá lægri laun vegna þess að þær væru „minni, veikari og heimskari.“

Pólski þingmaðurinn Januz Korwin-Mikke tók svona til orða á þinginu:

„Auðvitað eiga konur að fá lægri laun en karlmenn því þær eru veikari, minni og heimskari og þær eiga að fá lægri laun. Fleira var það ekki.“

Iratxe Garcia Perez, spænskur þingmaður á Evrópuþinginu, brást ókvæða við orðum Korwin-Mikke.

 

„Samkvæmt þinni kenningu þá ætti ég ekki að hafa rétt á því að vera hérna sem þingmaður,“ sagði Garcia Perez og bætti við:

„Ég veit að það særir þig, ég veit að það særir þig og veldur þér áhyggjum, að konur geta í dag setið í þessu húsi og verið fulltrúar fyrir evrópska borgara með sömu réttindi og þau. Ég er hér til að verja allar evrópskar konur frá mönnum eins og þér.“

Orð Garcia Perez virtust ekki fá mikið á Korwin-Mikke sem er vel þekktur hægrimaður. Evrópuþingið hefur nú orð hans til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×