Lísbet og Guðmundur Oddur vilja formennsku í Heimdalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2017 12:33 Lísbet Sigurðardóttir og Guðmundur Oddur Eiríksson sækjast eftir kjöri. Mynd/Aðsend Lísbet Sigurðardóttir, laganemi, sækist eftir formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi félagsins þann 10. mars næstkomandi og Guðmundur Oddur Eiríksson, viðskiptafræðinemi, gefur kost á sér sem varaformaður Heimdallar. Stefnir í spennandi formannsslag þar sem Friðrik Þór Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir bjóða sig sömuleiðis fram til formanns og varaformanns Heimdalls eins og Vísir greindi frá í gær. Tíu einstaklingar bjóða sig einnig fram með Lísbetu og Guðmundi í stjórn félagsins. Í tilkynningu segir að öll eigi þau það sameiginlegt að vilja efla starfið frá því sem verið hefur. Vilja þau halda fjölbreytta málfundi um málefni ungs fólks í Reykjavík og „vera aðhald og samviska fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borginni og leggja sitt af mörkum við að búa til betri borg með lægri álögum og auknu frelsi fyrir íbúanna.“ „Þau telja einnig brýnt að opna starfið upp á gátt, fá fleira ungt fólk til liðs við félagið og efla þannig veg ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum. Það er jafnframt skýrt markmið hópsins, undir stjórn Lísbetar, að standa vörð um frelsi einstaklingsins í hvívetna og hvetja ungt fólk til þátttöku í stjórnmálum, hvort sem það er á vettvangi Alþingis eða borgarstjórnar,“ segir í tilkynningunni. Lísbet er 20 ára laganemi á öðru ári við lagadeild Háskóla Íslands. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2015. Hún var varaforseti Framtíðarinnar í MR, sat í ritstjórn Menntaskólatíðinda og í kjörstjórn skólans. Þá sat hún bæði í stjórn Vöku og í funda- og menningarmálanefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Hún situr nú í skemmtinefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna og er virk starfi ungra sjálfstæðismanna. Lísbet starfar sem hjúkrunarritari á gjörgæsludeild Landspítalans. Guðmundur Oddur er 22 ára nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 2014 en þar tók hann virkan þátt í félagsstarfi og sat meðal annars í stjórn nemendafélagsins. Guðmundur starfaði hjá Arion banka á síðasta ári og starfar einnig sem dæmatímakennari í þjóðhagfræði og tölfræði við Háskólann í Reykjavík.Í framboði til stjórnar Heimdallar eruAndrea Björnsdóttir, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, Andri Ingason, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík og gjaldkeri Markaðsráðs félags viðskiptafræðinema í HR, Anna Bryndís Zingsheim, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, Anney Ýr Geirsdóttir, lyfjafræðinemi við Háskóla Íslands, Anton Andri Guðmundsson, hagfræðinemi við Háskólann í Reykjavík, Anton Reynir Hafdísarson, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, Ólafur Freyr Ólafsson, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, Helena Guðmundsdóttir, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, Ólafur Hrafn Kjartansson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands Úlfur Þór Andrason, laganemi við Háskóla Íslands. Tengdar fréttir Friðrik Þór og Elísabet Inga vilja formennsku í Heimdalli Friðrik Þór Gunnarsson, nemi í hagfræði, býður sig fram í embætti formanns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Elísabet Inga Sigurðardóttir, laganemi, býður sig fram í embætti varaformanns. 2. mars 2017 19:50 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Lísbet Sigurðardóttir, laganemi, sækist eftir formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi félagsins þann 10. mars næstkomandi og Guðmundur Oddur Eiríksson, viðskiptafræðinemi, gefur kost á sér sem varaformaður Heimdallar. Stefnir í spennandi formannsslag þar sem Friðrik Þór Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir bjóða sig sömuleiðis fram til formanns og varaformanns Heimdalls eins og Vísir greindi frá í gær. Tíu einstaklingar bjóða sig einnig fram með Lísbetu og Guðmundi í stjórn félagsins. Í tilkynningu segir að öll eigi þau það sameiginlegt að vilja efla starfið frá því sem verið hefur. Vilja þau halda fjölbreytta málfundi um málefni ungs fólks í Reykjavík og „vera aðhald og samviska fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borginni og leggja sitt af mörkum við að búa til betri borg með lægri álögum og auknu frelsi fyrir íbúanna.“ „Þau telja einnig brýnt að opna starfið upp á gátt, fá fleira ungt fólk til liðs við félagið og efla þannig veg ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum. Það er jafnframt skýrt markmið hópsins, undir stjórn Lísbetar, að standa vörð um frelsi einstaklingsins í hvívetna og hvetja ungt fólk til þátttöku í stjórnmálum, hvort sem það er á vettvangi Alþingis eða borgarstjórnar,“ segir í tilkynningunni. Lísbet er 20 ára laganemi á öðru ári við lagadeild Háskóla Íslands. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2015. Hún var varaforseti Framtíðarinnar í MR, sat í ritstjórn Menntaskólatíðinda og í kjörstjórn skólans. Þá sat hún bæði í stjórn Vöku og í funda- og menningarmálanefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Hún situr nú í skemmtinefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna og er virk starfi ungra sjálfstæðismanna. Lísbet starfar sem hjúkrunarritari á gjörgæsludeild Landspítalans. Guðmundur Oddur er 22 ára nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 2014 en þar tók hann virkan þátt í félagsstarfi og sat meðal annars í stjórn nemendafélagsins. Guðmundur starfaði hjá Arion banka á síðasta ári og starfar einnig sem dæmatímakennari í þjóðhagfræði og tölfræði við Háskólann í Reykjavík.Í framboði til stjórnar Heimdallar eruAndrea Björnsdóttir, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, Andri Ingason, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík og gjaldkeri Markaðsráðs félags viðskiptafræðinema í HR, Anna Bryndís Zingsheim, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, Anney Ýr Geirsdóttir, lyfjafræðinemi við Háskóla Íslands, Anton Andri Guðmundsson, hagfræðinemi við Háskólann í Reykjavík, Anton Reynir Hafdísarson, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, Ólafur Freyr Ólafsson, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, Helena Guðmundsdóttir, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, Ólafur Hrafn Kjartansson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands Úlfur Þór Andrason, laganemi við Háskóla Íslands.
Tengdar fréttir Friðrik Þór og Elísabet Inga vilja formennsku í Heimdalli Friðrik Þór Gunnarsson, nemi í hagfræði, býður sig fram í embætti formanns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Elísabet Inga Sigurðardóttir, laganemi, býður sig fram í embætti varaformanns. 2. mars 2017 19:50 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Friðrik Þór og Elísabet Inga vilja formennsku í Heimdalli Friðrik Þór Gunnarsson, nemi í hagfræði, býður sig fram í embætti formanns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Elísabet Inga Sigurðardóttir, laganemi, býður sig fram í embætti varaformanns. 2. mars 2017 19:50