Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2017 16:45 Elín Metta Jensen í leiknum í dag. Vísir/Getty Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik gegn Japan í Algarve-bikarnum í dag og mátti þola 2-0 tap fyrir Japan í öðrum leik sínum á mótinu. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japans á fyrsta stundarfjórðungi mótsins. Fyrra markið kom eftir skot af löngu færi en það sveif yfir Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði, sem var of langt frá eigin marki. Markið kom á elleftu mínútu en fjórum mínútum síðar var Hasegawa aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún af stuttu færi eftir sendingu Kumi Yokoyama sem lagði boltann fyrir markið eftir að hafa hirt frákast eftir markvörslu Guðbjargar. Íslenska vörnin var í nauðvörn eftir slæma hreinsun Rakelar Hönnudóttur frá marki. Japan var mun meira með boltann eftir þetta og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum og færa boltann frá eigin marki og nær vítateig andstæðingsins. En þar tókst íslensku sóknarlínunni aldrei að skapa neina hættu. Eina almennilega færið sem Ísland fékk í leiknum var aukaspyrna rétt utan vítateigs á 61. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut í varnarvegginn. Skömmu síðar var hún tekin af velli en hvorki hún né aðrir sóknarmenn Íslands komust nokkru sinni í takt við leikinn. Ísland var í miklu basli með framliggjandi lið Japans og náði sjaldan að leysa pressu japanska liðsins. Sendingar misheppnuðust ítrekað og uppspil Íslands komst aldrei í gang, hvorki á köntunum eða upp miðjan völlinn. Það mæddi því mikið á íslensku vörninni en þar áttu Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Sif Atladóttir fínan leik, sem og Guðbjörg í marki Íslands - þrátt fyrir mistök hennar í fyrsta markinu. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gerði tilraun með 3-5-2 leikerfið í dag en það bar ekki árangur gegn fljótu japönsku liði sem stýrði ferðinni svo gott sem frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Spáni á mánudagskvöldið. Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik gegn Japan í Algarve-bikarnum í dag og mátti þola 2-0 tap fyrir Japan í öðrum leik sínum á mótinu. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japans á fyrsta stundarfjórðungi mótsins. Fyrra markið kom eftir skot af löngu færi en það sveif yfir Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði, sem var of langt frá eigin marki. Markið kom á elleftu mínútu en fjórum mínútum síðar var Hasegawa aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún af stuttu færi eftir sendingu Kumi Yokoyama sem lagði boltann fyrir markið eftir að hafa hirt frákast eftir markvörslu Guðbjargar. Íslenska vörnin var í nauðvörn eftir slæma hreinsun Rakelar Hönnudóttur frá marki. Japan var mun meira með boltann eftir þetta og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum og færa boltann frá eigin marki og nær vítateig andstæðingsins. En þar tókst íslensku sóknarlínunni aldrei að skapa neina hættu. Eina almennilega færið sem Ísland fékk í leiknum var aukaspyrna rétt utan vítateigs á 61. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut í varnarvegginn. Skömmu síðar var hún tekin af velli en hvorki hún né aðrir sóknarmenn Íslands komust nokkru sinni í takt við leikinn. Ísland var í miklu basli með framliggjandi lið Japans og náði sjaldan að leysa pressu japanska liðsins. Sendingar misheppnuðust ítrekað og uppspil Íslands komst aldrei í gang, hvorki á köntunum eða upp miðjan völlinn. Það mæddi því mikið á íslensku vörninni en þar áttu Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Sif Atladóttir fínan leik, sem og Guðbjörg í marki Íslands - þrátt fyrir mistök hennar í fyrsta markinu. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gerði tilraun með 3-5-2 leikerfið í dag en það bar ekki árangur gegn fljótu japönsku liði sem stýrði ferðinni svo gott sem frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Spáni á mánudagskvöldið.
Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira