Erlent

Carson og Perry nýir ráðherrar í ríkisstjórn Trump

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ben Carson.
Ben Carson. vísir/epa
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tvo nýja ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Það er Rick Perry sem mun gegna ráðherraembætti orkumála og Ben Carson sem tók við sem húsnæðismálaráðherra.

Alls greiddu 62 þingmenn með Perry en 37 gegn honum, en hann er fyrrverandi ríkisstjóri Texas og hefur heitið því að leggja áherslu á að endurnýja kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af tengslum Perry við olíuiðnaðinn og efasemdum hans um að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum.

Þá greiddu alls 58 þingmenn með Carson, sem starfaði áður sem taugaskurðlæknir, og 41 gegn honum.

Báðir tóku þeir þátt í forkjöri Repúblikanaflokksins á síðasta ári, en Perry hætti fljótlega eftir að hafa tilkynnt um framboð sitt. Carson var öllu lengur í framboði en lýsti að lokum yfir stuðningi við Trump og dró framboð sitt til baka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×