Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Stöð hennar er sögð miðla hatursorðræðu í nýrri skýrslu. Vísir Nefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) hefur áhyggjur af efni sjónvarpsstöðvarinnar Omega og útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu. Þetta kemur fram í fimmtu skýrslu nefndarinnar um Ísland. „ECRI tekur eftir því að einkarekna sjónvarpsstöðin Omega, sem nefnd er í fjórðu skýrslunni, heldur áfram að gefa sig að hatursorðræðu gegn múslimum,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem dreifi hatursorðræðu sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Framboð hennar var sagt hafa gert andstöðu við múslima að sínu helsta baráttumáli.Vísir/ValliNefndin hefur einnig áhyggjur af orðræðu Íslendinga á netinu. Þá segir að internetið hafi verið notað til þess að tjá fjandsamlegt viðhorf til hinsegin fólks. „Má nefna sem dæmi viðbrögð við fréttatilkynningu Hafnarfjarðarbæjar í apríl 2015 um þá ákvörðun að hefja „hinsegin fræðslu“ í skólum bæjarins.“ ECRI segir enn fremur að sveitarstjórnarkosningarnar í júní 2014 hafi einkennst af æstri orðræðu gegn múslimum. Gagnrýnir nefndin þar lista Framsóknar og flugvallarvina sérstaklega. „Framsóknarflokkurinn gerði andstöðu við moskuna og múslima almennt að sínu helsta baráttumáli og fulltrúi flokksins í borgarstjóraembætti Reykjavíkur tilkynnti að hún myndi afturkalla ákvörðunina um að úthluta landi undir byggingu moskunnar,“ segir í skýrslunni.Ummæli Ásmundar Friðrikssonar eru sögð umburðarlaus og fordómafull.Vísir/VilhelmNefndin gagnrýnir Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Í janúar 2015 spurði þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook-síðu sinni hvort Íslendingar væru óhultir fyrir hryðjuverkum og vildi láta gera bakgrunnsrannsókn á þeim 1.500 múslimum sem búa á Íslandi til þess að komast að því hvort þeir hefðu sótt æfingabúðir hryðjuverkamanna.“ Eru þessi ummæli kölluð umburðarlaus og fordómafull. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Nefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) hefur áhyggjur af efni sjónvarpsstöðvarinnar Omega og útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu. Þetta kemur fram í fimmtu skýrslu nefndarinnar um Ísland. „ECRI tekur eftir því að einkarekna sjónvarpsstöðin Omega, sem nefnd er í fjórðu skýrslunni, heldur áfram að gefa sig að hatursorðræðu gegn múslimum,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem dreifi hatursorðræðu sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Framboð hennar var sagt hafa gert andstöðu við múslima að sínu helsta baráttumáli.Vísir/ValliNefndin hefur einnig áhyggjur af orðræðu Íslendinga á netinu. Þá segir að internetið hafi verið notað til þess að tjá fjandsamlegt viðhorf til hinsegin fólks. „Má nefna sem dæmi viðbrögð við fréttatilkynningu Hafnarfjarðarbæjar í apríl 2015 um þá ákvörðun að hefja „hinsegin fræðslu“ í skólum bæjarins.“ ECRI segir enn fremur að sveitarstjórnarkosningarnar í júní 2014 hafi einkennst af æstri orðræðu gegn múslimum. Gagnrýnir nefndin þar lista Framsóknar og flugvallarvina sérstaklega. „Framsóknarflokkurinn gerði andstöðu við moskuna og múslima almennt að sínu helsta baráttumáli og fulltrúi flokksins í borgarstjóraembætti Reykjavíkur tilkynnti að hún myndi afturkalla ákvörðunina um að úthluta landi undir byggingu moskunnar,“ segir í skýrslunni.Ummæli Ásmundar Friðrikssonar eru sögð umburðarlaus og fordómafull.Vísir/VilhelmNefndin gagnrýnir Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Í janúar 2015 spurði þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook-síðu sinni hvort Íslendingar væru óhultir fyrir hryðjuverkum og vildi láta gera bakgrunnsrannsókn á þeim 1.500 múslimum sem búa á Íslandi til þess að komast að því hvort þeir hefðu sótt æfingabúðir hryðjuverkamanna.“ Eru þessi ummæli kölluð umburðarlaus og fordómafull. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira