Vill bætur frá kirkjunni vegna dúntekju presta á Staðastað Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Um tvö hundruð þúsund krónur fást fyrir kíló af hreinum dún. vísir/stefán „Kári er eigandi að þessum réttindum og það ætlaði maður að kirkjan myndi virða. En það hefur ekki verið,“ segir Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur mál fyrir eiganda nágrannajarðar prestsetursins Staðastaðar. Kári H. Jónsson, sem er uppalinn í Haga, eignaðist jörðina að fullu 2007. Hagi liggur að Staðastað. Nokkrum árum síðar lét Kári skrá dúntekjuna í Gamlahólma í Hagavatni á Hagajörðina í fasteignaskrá. Kirkjan höfðaði þá mál og í fyrrahaust gekk dómur þar sem viðurkennt var að dúntekja á Snæfellsnesi tilheyrði ekki prestssetrinu Staðastað eins og kirkjan hefur talið vera. Kristján kveðst eftir hæstaréttardóminn hafa sent kirkjunni bréf fyrir hönd Kára. Viðbrögðin hafi ekki verið góð. „Ég fékk svar við því bréfi sem mér fannst nú ekki sæma.“ Kristján segir ekki gerða kröfu um ákveðna upphæð heldur sé óskað eftir viðræðum um bætur. „Eftir að Kári setti fram kröfu þess efnis að hann eigi þessar nytjar árið 2010 og þær eru skráðar á hann hefur kirkjan nytjað hlunnindin gegn kröfum eiganda,“ segir lögmaðurinn og rifjar upp atvik þegar sóknarpresturinn sem nú situr Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, og Kári hittust úti í Gamlahólma.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs.vísir/björn„Þeir gengu svo langt að þeir tóku af honum dúnpoka,“ segir Kristján sem nefnir ekki hvaða menn var þar um að ræða. „Þeir töldu að hann væri að taka það sem ekki ætti undir hann. Kári sagði að þeir hefðu tekið af honum magn sem samsvaraði fjórum kílóum af hreinum dúni.“ Að sögn Kristjáns fást fjögur til sex kíló úr hólmanum á ári. Kílóið kosti um tvö hundruð þúsund krónur. „Þannig að þetta hleypur á milljónum á þessu tímabili,“ segir hann. Páll Ágúst kveðst hafa verið við annan mann í hólmanum. „Þegar ég kem á staðinn þá sé ég að hann er búinn að taka þarna dún og ég hringi strax í lögregluna og tilkynni henni að ég telji að þarna sé maður að taka dún sem sé honum ekki ætlaður,“ segir presturinn sem aftekur með öllu að hafa tekið pokann. „En hann kærði mig fyrir að hafa tekið þarna dún sem ég svo sannarlega ekki gerði.“ Kirkjuráð tók síðasta bréf Kristjáns fyrir um miðjan febrúar. Þar var jafnframt lagt fram svar lögmanns fyrir hönd kirkjunnar „Okkar lögmaður segir kröfurnar óljósar og hafnaði þeim,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Kristján, sem kveðst enn ekki hafa fengið þetta nýjasta svarbréf kirkjuráðs segir Kára hins vegar vilja að kirkjan viðurkenni að hafa tekið dúninn án þess að eiga rétt á honum og bjóði bætur „Kirkjan verður að hafa það að leiðarljósi að menn fari með friði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
„Kári er eigandi að þessum réttindum og það ætlaði maður að kirkjan myndi virða. En það hefur ekki verið,“ segir Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur mál fyrir eiganda nágrannajarðar prestsetursins Staðastaðar. Kári H. Jónsson, sem er uppalinn í Haga, eignaðist jörðina að fullu 2007. Hagi liggur að Staðastað. Nokkrum árum síðar lét Kári skrá dúntekjuna í Gamlahólma í Hagavatni á Hagajörðina í fasteignaskrá. Kirkjan höfðaði þá mál og í fyrrahaust gekk dómur þar sem viðurkennt var að dúntekja á Snæfellsnesi tilheyrði ekki prestssetrinu Staðastað eins og kirkjan hefur talið vera. Kristján kveðst eftir hæstaréttardóminn hafa sent kirkjunni bréf fyrir hönd Kára. Viðbrögðin hafi ekki verið góð. „Ég fékk svar við því bréfi sem mér fannst nú ekki sæma.“ Kristján segir ekki gerða kröfu um ákveðna upphæð heldur sé óskað eftir viðræðum um bætur. „Eftir að Kári setti fram kröfu þess efnis að hann eigi þessar nytjar árið 2010 og þær eru skráðar á hann hefur kirkjan nytjað hlunnindin gegn kröfum eiganda,“ segir lögmaðurinn og rifjar upp atvik þegar sóknarpresturinn sem nú situr Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, og Kári hittust úti í Gamlahólma.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs.vísir/björn„Þeir gengu svo langt að þeir tóku af honum dúnpoka,“ segir Kristján sem nefnir ekki hvaða menn var þar um að ræða. „Þeir töldu að hann væri að taka það sem ekki ætti undir hann. Kári sagði að þeir hefðu tekið af honum magn sem samsvaraði fjórum kílóum af hreinum dúni.“ Að sögn Kristjáns fást fjögur til sex kíló úr hólmanum á ári. Kílóið kosti um tvö hundruð þúsund krónur. „Þannig að þetta hleypur á milljónum á þessu tímabili,“ segir hann. Páll Ágúst kveðst hafa verið við annan mann í hólmanum. „Þegar ég kem á staðinn þá sé ég að hann er búinn að taka þarna dún og ég hringi strax í lögregluna og tilkynni henni að ég telji að þarna sé maður að taka dún sem sé honum ekki ætlaður,“ segir presturinn sem aftekur með öllu að hafa tekið pokann. „En hann kærði mig fyrir að hafa tekið þarna dún sem ég svo sannarlega ekki gerði.“ Kirkjuráð tók síðasta bréf Kristjáns fyrir um miðjan febrúar. Þar var jafnframt lagt fram svar lögmanns fyrir hönd kirkjunnar „Okkar lögmaður segir kröfurnar óljósar og hafnaði þeim,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Kristján, sem kveðst enn ekki hafa fengið þetta nýjasta svarbréf kirkjuráðs segir Kára hins vegar vilja að kirkjan viðurkenni að hafa tekið dúninn án þess að eiga rétt á honum og bjóði bætur „Kirkjan verður að hafa það að leiðarljósi að menn fari með friði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira