Vill bætur frá kirkjunni vegna dúntekju presta á Staðastað Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Um tvö hundruð þúsund krónur fást fyrir kíló af hreinum dún. vísir/stefán „Kári er eigandi að þessum réttindum og það ætlaði maður að kirkjan myndi virða. En það hefur ekki verið,“ segir Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur mál fyrir eiganda nágrannajarðar prestsetursins Staðastaðar. Kári H. Jónsson, sem er uppalinn í Haga, eignaðist jörðina að fullu 2007. Hagi liggur að Staðastað. Nokkrum árum síðar lét Kári skrá dúntekjuna í Gamlahólma í Hagavatni á Hagajörðina í fasteignaskrá. Kirkjan höfðaði þá mál og í fyrrahaust gekk dómur þar sem viðurkennt var að dúntekja á Snæfellsnesi tilheyrði ekki prestssetrinu Staðastað eins og kirkjan hefur talið vera. Kristján kveðst eftir hæstaréttardóminn hafa sent kirkjunni bréf fyrir hönd Kára. Viðbrögðin hafi ekki verið góð. „Ég fékk svar við því bréfi sem mér fannst nú ekki sæma.“ Kristján segir ekki gerða kröfu um ákveðna upphæð heldur sé óskað eftir viðræðum um bætur. „Eftir að Kári setti fram kröfu þess efnis að hann eigi þessar nytjar árið 2010 og þær eru skráðar á hann hefur kirkjan nytjað hlunnindin gegn kröfum eiganda,“ segir lögmaðurinn og rifjar upp atvik þegar sóknarpresturinn sem nú situr Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, og Kári hittust úti í Gamlahólma.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs.vísir/björn„Þeir gengu svo langt að þeir tóku af honum dúnpoka,“ segir Kristján sem nefnir ekki hvaða menn var þar um að ræða. „Þeir töldu að hann væri að taka það sem ekki ætti undir hann. Kári sagði að þeir hefðu tekið af honum magn sem samsvaraði fjórum kílóum af hreinum dúni.“ Að sögn Kristjáns fást fjögur til sex kíló úr hólmanum á ári. Kílóið kosti um tvö hundruð þúsund krónur. „Þannig að þetta hleypur á milljónum á þessu tímabili,“ segir hann. Páll Ágúst kveðst hafa verið við annan mann í hólmanum. „Þegar ég kem á staðinn þá sé ég að hann er búinn að taka þarna dún og ég hringi strax í lögregluna og tilkynni henni að ég telji að þarna sé maður að taka dún sem sé honum ekki ætlaður,“ segir presturinn sem aftekur með öllu að hafa tekið pokann. „En hann kærði mig fyrir að hafa tekið þarna dún sem ég svo sannarlega ekki gerði.“ Kirkjuráð tók síðasta bréf Kristjáns fyrir um miðjan febrúar. Þar var jafnframt lagt fram svar lögmanns fyrir hönd kirkjunnar „Okkar lögmaður segir kröfurnar óljósar og hafnaði þeim,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Kristján, sem kveðst enn ekki hafa fengið þetta nýjasta svarbréf kirkjuráðs segir Kára hins vegar vilja að kirkjan viðurkenni að hafa tekið dúninn án þess að eiga rétt á honum og bjóði bætur „Kirkjan verður að hafa það að leiðarljósi að menn fari með friði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
„Kári er eigandi að þessum réttindum og það ætlaði maður að kirkjan myndi virða. En það hefur ekki verið,“ segir Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur mál fyrir eiganda nágrannajarðar prestsetursins Staðastaðar. Kári H. Jónsson, sem er uppalinn í Haga, eignaðist jörðina að fullu 2007. Hagi liggur að Staðastað. Nokkrum árum síðar lét Kári skrá dúntekjuna í Gamlahólma í Hagavatni á Hagajörðina í fasteignaskrá. Kirkjan höfðaði þá mál og í fyrrahaust gekk dómur þar sem viðurkennt var að dúntekja á Snæfellsnesi tilheyrði ekki prestssetrinu Staðastað eins og kirkjan hefur talið vera. Kristján kveðst eftir hæstaréttardóminn hafa sent kirkjunni bréf fyrir hönd Kára. Viðbrögðin hafi ekki verið góð. „Ég fékk svar við því bréfi sem mér fannst nú ekki sæma.“ Kristján segir ekki gerða kröfu um ákveðna upphæð heldur sé óskað eftir viðræðum um bætur. „Eftir að Kári setti fram kröfu þess efnis að hann eigi þessar nytjar árið 2010 og þær eru skráðar á hann hefur kirkjan nytjað hlunnindin gegn kröfum eiganda,“ segir lögmaðurinn og rifjar upp atvik þegar sóknarpresturinn sem nú situr Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, og Kári hittust úti í Gamlahólma.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs.vísir/björn„Þeir gengu svo langt að þeir tóku af honum dúnpoka,“ segir Kristján sem nefnir ekki hvaða menn var þar um að ræða. „Þeir töldu að hann væri að taka það sem ekki ætti undir hann. Kári sagði að þeir hefðu tekið af honum magn sem samsvaraði fjórum kílóum af hreinum dúni.“ Að sögn Kristjáns fást fjögur til sex kíló úr hólmanum á ári. Kílóið kosti um tvö hundruð þúsund krónur. „Þannig að þetta hleypur á milljónum á þessu tímabili,“ segir hann. Páll Ágúst kveðst hafa verið við annan mann í hólmanum. „Þegar ég kem á staðinn þá sé ég að hann er búinn að taka þarna dún og ég hringi strax í lögregluna og tilkynni henni að ég telji að þarna sé maður að taka dún sem sé honum ekki ætlaður,“ segir presturinn sem aftekur með öllu að hafa tekið pokann. „En hann kærði mig fyrir að hafa tekið þarna dún sem ég svo sannarlega ekki gerði.“ Kirkjuráð tók síðasta bréf Kristjáns fyrir um miðjan febrúar. Þar var jafnframt lagt fram svar lögmanns fyrir hönd kirkjunnar „Okkar lögmaður segir kröfurnar óljósar og hafnaði þeim,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Kristján, sem kveðst enn ekki hafa fengið þetta nýjasta svarbréf kirkjuráðs segir Kára hins vegar vilja að kirkjan viðurkenni að hafa tekið dúninn án þess að eiga rétt á honum og bjóði bætur „Kirkjan verður að hafa það að leiðarljósi að menn fari með friði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira