Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2017 23:36 Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta mikla innspýtingu fyrir efnahagslífið og afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn hérlendis og íslensku orkufyrirtækin. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var létt yfir forstjórum álfyrirtækjanna þriggja á Íslandi eftir stjórnarfund Samáls í vikunni en þau Ragnar Guðmundsson á Grundartanga, Rannveig Rist í Straumsvík og Magnús Ásmundsson á Reyðarfirði horfa nú öll fram á bætt rekstrarumhverfi. Heimsmarkaðsverð á áli var á síðasta ári að meðaltali í kringum 1.600 dollarar tonnið en er nú komið yfir 2.100 dollara, sem er yfir þrjátíu prósenta hækkun.Forystumenn íslenska áliðnaðarins eftir stjórnarfund Samáls í vikunni. Frá vinstri: Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, og Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir hækkunina meðal annars skýrast af aukinni notkun áls í bílaframleiðslu en ál sé notað til að létta bílana. Rafbílar eins og Tesla séu til dæmis nær eingöngu framleiddir úr áli en því léttari sem rafbílar séu komist þeir lengra á hleðslunni. Þá hafi Kínverjar verið að loka koladrifnum álverum vegna mengunar en Pétur segir þau losa tífalt meira en þau íslensku. Háværar raddir séu í Kína um að draga úr mengun, þar hafi menn verið að stíga á bremsurnar og það hafi haft töluverð áhrif á markaðinn.Frá álverinu í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Svo umfangsmikill er ál- og orkuiðnaðurinn hérlendis að hann hefur verið talin þriðja stoðin í íslensku efnahagslífi; á móti ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Þrjátíu prósenta verðhækkun áls hefur því umtalsverð áhrif. „Þetta er auðvitað mikil innspýting í efnahagslífið og auðvitað styrkir stoðir áliðnaðar,” segir Pétur. Hann segir útflutning áls nema yfir 200 milljörðum króna á ári, þar af falli um 90 milljarðar til á Íslandi, mest til orkufyrirtækjanna, sem eiga mikið undir því að álverð haldist hátt. „Þau eru öll tengd álverði á einhvern hátt þótt dregið hafi úr því á síðustu árum. Þannig að þetta eru mjög góð tíðindi þar líka.” Tengdar fréttir Álverð gæti hækkað á næstunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið jafn hátt síðan í nóvember 2014. 14. ágúst 2017 14:39 Raforkan mun ráða verðmiða álversins Sérfræðingur í orkumálum segir erfitt að spá um hvaða fyrirtæki gætu haft áhuga á að kaupa álverið í Straumsvík. Sé kaupskylda á raforku á móðurfélaginu Rio Tinto sé mjög ólíklegt að því verði lokað. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta mikla innspýtingu fyrir efnahagslífið og afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn hérlendis og íslensku orkufyrirtækin. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var létt yfir forstjórum álfyrirtækjanna þriggja á Íslandi eftir stjórnarfund Samáls í vikunni en þau Ragnar Guðmundsson á Grundartanga, Rannveig Rist í Straumsvík og Magnús Ásmundsson á Reyðarfirði horfa nú öll fram á bætt rekstrarumhverfi. Heimsmarkaðsverð á áli var á síðasta ári að meðaltali í kringum 1.600 dollarar tonnið en er nú komið yfir 2.100 dollara, sem er yfir þrjátíu prósenta hækkun.Forystumenn íslenska áliðnaðarins eftir stjórnarfund Samáls í vikunni. Frá vinstri: Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, og Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir hækkunina meðal annars skýrast af aukinni notkun áls í bílaframleiðslu en ál sé notað til að létta bílana. Rafbílar eins og Tesla séu til dæmis nær eingöngu framleiddir úr áli en því léttari sem rafbílar séu komist þeir lengra á hleðslunni. Þá hafi Kínverjar verið að loka koladrifnum álverum vegna mengunar en Pétur segir þau losa tífalt meira en þau íslensku. Háværar raddir séu í Kína um að draga úr mengun, þar hafi menn verið að stíga á bremsurnar og það hafi haft töluverð áhrif á markaðinn.Frá álverinu í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Svo umfangsmikill er ál- og orkuiðnaðurinn hérlendis að hann hefur verið talin þriðja stoðin í íslensku efnahagslífi; á móti ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Þrjátíu prósenta verðhækkun áls hefur því umtalsverð áhrif. „Þetta er auðvitað mikil innspýting í efnahagslífið og auðvitað styrkir stoðir áliðnaðar,” segir Pétur. Hann segir útflutning áls nema yfir 200 milljörðum króna á ári, þar af falli um 90 milljarðar til á Íslandi, mest til orkufyrirtækjanna, sem eiga mikið undir því að álverð haldist hátt. „Þau eru öll tengd álverði á einhvern hátt þótt dregið hafi úr því á síðustu árum. Þannig að þetta eru mjög góð tíðindi þar líka.”
Tengdar fréttir Álverð gæti hækkað á næstunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið jafn hátt síðan í nóvember 2014. 14. ágúst 2017 14:39 Raforkan mun ráða verðmiða álversins Sérfræðingur í orkumálum segir erfitt að spá um hvaða fyrirtæki gætu haft áhuga á að kaupa álverið í Straumsvík. Sé kaupskylda á raforku á móðurfélaginu Rio Tinto sé mjög ólíklegt að því verði lokað. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
Álverð gæti hækkað á næstunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið jafn hátt síðan í nóvember 2014. 14. ágúst 2017 14:39
Raforkan mun ráða verðmiða álversins Sérfræðingur í orkumálum segir erfitt að spá um hvaða fyrirtæki gætu haft áhuga á að kaupa álverið í Straumsvík. Sé kaupskylda á raforku á móðurfélaginu Rio Tinto sé mjög ólíklegt að því verði lokað. 8. september 2017 06:00