Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2017 23:36 Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta mikla innspýtingu fyrir efnahagslífið og afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn hérlendis og íslensku orkufyrirtækin. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var létt yfir forstjórum álfyrirtækjanna þriggja á Íslandi eftir stjórnarfund Samáls í vikunni en þau Ragnar Guðmundsson á Grundartanga, Rannveig Rist í Straumsvík og Magnús Ásmundsson á Reyðarfirði horfa nú öll fram á bætt rekstrarumhverfi. Heimsmarkaðsverð á áli var á síðasta ári að meðaltali í kringum 1.600 dollarar tonnið en er nú komið yfir 2.100 dollara, sem er yfir þrjátíu prósenta hækkun.Forystumenn íslenska áliðnaðarins eftir stjórnarfund Samáls í vikunni. Frá vinstri: Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, og Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir hækkunina meðal annars skýrast af aukinni notkun áls í bílaframleiðslu en ál sé notað til að létta bílana. Rafbílar eins og Tesla séu til dæmis nær eingöngu framleiddir úr áli en því léttari sem rafbílar séu komist þeir lengra á hleðslunni. Þá hafi Kínverjar verið að loka koladrifnum álverum vegna mengunar en Pétur segir þau losa tífalt meira en þau íslensku. Háværar raddir séu í Kína um að draga úr mengun, þar hafi menn verið að stíga á bremsurnar og það hafi haft töluverð áhrif á markaðinn.Frá álverinu í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Svo umfangsmikill er ál- og orkuiðnaðurinn hérlendis að hann hefur verið talin þriðja stoðin í íslensku efnahagslífi; á móti ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Þrjátíu prósenta verðhækkun áls hefur því umtalsverð áhrif. „Þetta er auðvitað mikil innspýting í efnahagslífið og auðvitað styrkir stoðir áliðnaðar,” segir Pétur. Hann segir útflutning áls nema yfir 200 milljörðum króna á ári, þar af falli um 90 milljarðar til á Íslandi, mest til orkufyrirtækjanna, sem eiga mikið undir því að álverð haldist hátt. „Þau eru öll tengd álverði á einhvern hátt þótt dregið hafi úr því á síðustu árum. Þannig að þetta eru mjög góð tíðindi þar líka.” Tengdar fréttir Álverð gæti hækkað á næstunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið jafn hátt síðan í nóvember 2014. 14. ágúst 2017 14:39 Raforkan mun ráða verðmiða álversins Sérfræðingur í orkumálum segir erfitt að spá um hvaða fyrirtæki gætu haft áhuga á að kaupa álverið í Straumsvík. Sé kaupskylda á raforku á móðurfélaginu Rio Tinto sé mjög ólíklegt að því verði lokað. 8. september 2017 06:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta mikla innspýtingu fyrir efnahagslífið og afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn hérlendis og íslensku orkufyrirtækin. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var létt yfir forstjórum álfyrirtækjanna þriggja á Íslandi eftir stjórnarfund Samáls í vikunni en þau Ragnar Guðmundsson á Grundartanga, Rannveig Rist í Straumsvík og Magnús Ásmundsson á Reyðarfirði horfa nú öll fram á bætt rekstrarumhverfi. Heimsmarkaðsverð á áli var á síðasta ári að meðaltali í kringum 1.600 dollarar tonnið en er nú komið yfir 2.100 dollara, sem er yfir þrjátíu prósenta hækkun.Forystumenn íslenska áliðnaðarins eftir stjórnarfund Samáls í vikunni. Frá vinstri: Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, og Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir hækkunina meðal annars skýrast af aukinni notkun áls í bílaframleiðslu en ál sé notað til að létta bílana. Rafbílar eins og Tesla séu til dæmis nær eingöngu framleiddir úr áli en því léttari sem rafbílar séu komist þeir lengra á hleðslunni. Þá hafi Kínverjar verið að loka koladrifnum álverum vegna mengunar en Pétur segir þau losa tífalt meira en þau íslensku. Háværar raddir séu í Kína um að draga úr mengun, þar hafi menn verið að stíga á bremsurnar og það hafi haft töluverð áhrif á markaðinn.Frá álverinu í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Svo umfangsmikill er ál- og orkuiðnaðurinn hérlendis að hann hefur verið talin þriðja stoðin í íslensku efnahagslífi; á móti ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Þrjátíu prósenta verðhækkun áls hefur því umtalsverð áhrif. „Þetta er auðvitað mikil innspýting í efnahagslífið og auðvitað styrkir stoðir áliðnaðar,” segir Pétur. Hann segir útflutning áls nema yfir 200 milljörðum króna á ári, þar af falli um 90 milljarðar til á Íslandi, mest til orkufyrirtækjanna, sem eiga mikið undir því að álverð haldist hátt. „Þau eru öll tengd álverði á einhvern hátt þótt dregið hafi úr því á síðustu árum. Þannig að þetta eru mjög góð tíðindi þar líka.”
Tengdar fréttir Álverð gæti hækkað á næstunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið jafn hátt síðan í nóvember 2014. 14. ágúst 2017 14:39 Raforkan mun ráða verðmiða álversins Sérfræðingur í orkumálum segir erfitt að spá um hvaða fyrirtæki gætu haft áhuga á að kaupa álverið í Straumsvík. Sé kaupskylda á raforku á móðurfélaginu Rio Tinto sé mjög ólíklegt að því verði lokað. 8. september 2017 06:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Álverð gæti hækkað á næstunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið jafn hátt síðan í nóvember 2014. 14. ágúst 2017 14:39
Raforkan mun ráða verðmiða álversins Sérfræðingur í orkumálum segir erfitt að spá um hvaða fyrirtæki gætu haft áhuga á að kaupa álverið í Straumsvík. Sé kaupskylda á raforku á móðurfélaginu Rio Tinto sé mjög ólíklegt að því verði lokað. 8. september 2017 06:00