Verslun í bígerð í samstarf við tískurisa Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. september 2017 10:00 Þeir Bobby Breiðholt, Steinar Fjeldsted og Ólafur Ingi Stefánsson ásamt Sigrúnu Guðjohnsen vinna nú að því að opna hjólabrettaverslunina Skugga. Þó að verslunin sé ekki komin í húsnæði er ýmislegt að gerast. Vísir/Stefán Hjólabrettabúðin Skuggi verður opnuð von bráðar en forsvarsmenn verslunarinnar eru búnir að landa samvinnuverkefni við fatamerkið X-LARGE, en það er eitt af stærstu götutísku- eða „streetwear“ fatamerkjum heimsins. „Þetta kemur þannig til að við erum í því að finna merki fyrir búðina og ég hef samband við X-LARGE. Þetta merki var risastórt á tíunda áratugnum og Mike D úr Beastie Boys átti meðal annars þátt í að stofna fyrirtækið. Í kjölfar þess að ég hafði samband fórum við að spjalla mikið saman og honum þarna úti fannst kúl hvað ég vissi mikið um sögu merkisins og spurði hvort við ættum ekki bara að gera fatalínu saman. Það er svolítið klikkað að búð sem ekki er búið að opna fái að gera fatalínu með svona stóru fyrirtæki,“ segir Steinar Fjeldsted, einn af teyminu bak við Skugga. X-LARGE hafa meðal annars verið í samstarfi við fyrirtæki eins og PUMA, Adidas og mörg fleiri. Skuggi er því í góðum félagsskap meðal þessara merkja. Í tilefni samstarfsins er fólkið í X-LARGE mætt til landsins og mun aðstoða við að setja upp pop-up búð á Klapparstígnum, við hlið Rosenberg, þar sem afrakstur samstarfsins við Skugga verður til sölu. „Skuggi er hjólabrettaverslun í bígerð – drög að hjólabrettaverslun. Hjólabrettasenan er núna rosa stór og góð hér á landi. Skuggi ætlar að koma inn og þjónusta, loksins, þessa senu á góðan hátt. Það hefur ekki verið „core“ búð í miðbænum – nema Brim sem er hætt – svo við erum að koma inn á réttum tíma.“ Fólkið bak við Skugga er Steinar Fjeldsted, Ólafur Ingi Stefánsson, einn færasti hjólabrettakappi landsins, Sigrún Guðjohnsen og Bobby Breiðholt hönnuður. „Bobby hannaði alla línuna, grafíkina og allt svona í samstarfi við X-LARGE. Þeir gáfu okkur rosalega frjálsar hendur þannig að úr varð geggjað stöff. Við erum að fá svakalega athygli erlendis – X-LARGE eru til dæmis búnir að henda í herferð á samfélagsmiðlunum sínum og svona.“ Skuggateymið stefnir á fleiri pop-up verslanir áður en búðin sjálf verður opnuð en það er ekki komið á hreint hvenær það verður. Steinar segir að Skuggi stefni jafnvel á fleiri samvinnuverkefni við aðrar fatalínur. Pop-up verslunin verður opnuð klukkan fjögur í dag og verður opin alveg til ellefu í kvöld. Fljótandi veigar verða í boði, hjólabrettapallar verða settir upp á götunni fyrir framan búðina, tónlist leikin og alls kyns læti. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hjólabrettabúðin Skuggi verður opnuð von bráðar en forsvarsmenn verslunarinnar eru búnir að landa samvinnuverkefni við fatamerkið X-LARGE, en það er eitt af stærstu götutísku- eða „streetwear“ fatamerkjum heimsins. „Þetta kemur þannig til að við erum í því að finna merki fyrir búðina og ég hef samband við X-LARGE. Þetta merki var risastórt á tíunda áratugnum og Mike D úr Beastie Boys átti meðal annars þátt í að stofna fyrirtækið. Í kjölfar þess að ég hafði samband fórum við að spjalla mikið saman og honum þarna úti fannst kúl hvað ég vissi mikið um sögu merkisins og spurði hvort við ættum ekki bara að gera fatalínu saman. Það er svolítið klikkað að búð sem ekki er búið að opna fái að gera fatalínu með svona stóru fyrirtæki,“ segir Steinar Fjeldsted, einn af teyminu bak við Skugga. X-LARGE hafa meðal annars verið í samstarfi við fyrirtæki eins og PUMA, Adidas og mörg fleiri. Skuggi er því í góðum félagsskap meðal þessara merkja. Í tilefni samstarfsins er fólkið í X-LARGE mætt til landsins og mun aðstoða við að setja upp pop-up búð á Klapparstígnum, við hlið Rosenberg, þar sem afrakstur samstarfsins við Skugga verður til sölu. „Skuggi er hjólabrettaverslun í bígerð – drög að hjólabrettaverslun. Hjólabrettasenan er núna rosa stór og góð hér á landi. Skuggi ætlar að koma inn og þjónusta, loksins, þessa senu á góðan hátt. Það hefur ekki verið „core“ búð í miðbænum – nema Brim sem er hætt – svo við erum að koma inn á réttum tíma.“ Fólkið bak við Skugga er Steinar Fjeldsted, Ólafur Ingi Stefánsson, einn færasti hjólabrettakappi landsins, Sigrún Guðjohnsen og Bobby Breiðholt hönnuður. „Bobby hannaði alla línuna, grafíkina og allt svona í samstarfi við X-LARGE. Þeir gáfu okkur rosalega frjálsar hendur þannig að úr varð geggjað stöff. Við erum að fá svakalega athygli erlendis – X-LARGE eru til dæmis búnir að henda í herferð á samfélagsmiðlunum sínum og svona.“ Skuggateymið stefnir á fleiri pop-up verslanir áður en búðin sjálf verður opnuð en það er ekki komið á hreint hvenær það verður. Steinar segir að Skuggi stefni jafnvel á fleiri samvinnuverkefni við aðrar fatalínur. Pop-up verslunin verður opnuð klukkan fjögur í dag og verður opin alveg til ellefu í kvöld. Fljótandi veigar verða í boði, hjólabrettapallar verða settir upp á götunni fyrir framan búðina, tónlist leikin og alls kyns læti.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira