50 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru allar fangageymslur fullar nú í morgunsárið.
Um klukkan hálf eitt í nótt var tilkynntum eld í íbúð í Austurbrún. Íbúðin var reykræst en ekki er talið að miklar skemmdir séu á íbúðinni vegna reiksins.
Klukkan tvö í nótt var aðili fluttur með sjúkrabíl á slysadeild landspítala vegna lasleika. Þegar þangað var komið setti viðkomandi hnefana fyrir sig og veittist að starfsfólki slysadeildarinnar. Aðilinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Laust fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um árekstur á Bústaðavegi þar sem bíl hafði verið ekið á vegrið. Ökumaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögregluna bar að. Vopn fundust við leit í bifreiðinni sem og fíkniefni. Þá var aðili handtekinn rétt fyrir hálf tólf í gærkvöldi á Laugavegi eftir að hafa ekið á bíl og ekið af vettvangi. Maðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann reyndist ölvaður og án ökuréttinda.
Þá var aðili handtekinn klukkan korter í tvö grunaður um innbrot í fyrirtæki og verður hann yfirheyrður seinna í dag.
Þá stöðvaði lögreglan bifreið á Vesturlandsvegi klukkan 02:43 eftir að hraði hennar mældist 128 km/klst þar sem hámarkshraði var 80 km/klst. Bíllinn reyndist líka vera ótryggður svo að skráningarnúmer bílsins voru fjarlægð.
Þá var kona handtekinn í Bankastræti í nótt eftir að hafa slegið dyravörð á skemmtistað í miðborginni. Hún gistir fangageymslu þar til unnt er að yfirheyra hana síðar í dag.
Fjórir aðilar voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og þá var maður handtekinn í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan sex í morgun með umtalsvert magn af fíkniefnum sem grunur er á að hafi verið ætlaður til sölu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.
Veittist að starfsfólki slysadeildar
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
![Það er þröngt á þingi í fangageymslum lögreglunnar þennan laugardagsmorgun](https://www.visir.is/i/E0B79ACEADA5DEF3D1465500923DBDDAE0EE8A338CA97E0B269832913120446C_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/484D6BBD59A8803ACF8C29534FC68CB88DDE668C752D9B1E5B24B8CE37792393_240x160.jpg)
![](/i/CEE683BAD3A65C544F165067AF0FA506D524552A0162AA676B481C19A390A07B_240x160.jpg)
![](/i/E5FFD733BB5282C2A78059B5EB3EA018646723B62731DD3C1002AAA76166388E_240x160.jpg)
Ætla að sleppa þremur gíslum
Erlent
![](/i/4CD5BE7FA0F40E16A8361557DB8B097A2BC537B3F49082A59FF94C95864A0621_240x160.jpg)
![](/i/E037466FFA4B2E96D714CCA276D1939E4A432271FED38A56D42BD079E032707A_240x160.jpg)
![](/i/EBBD50CAE51BE77806946AEDCEF4B6BB3C660D9B2CCDD9EEE30FB6FC90F4AB58_240x160.jpg)
Orðið samstaða sé á allra vörum
Innlent
![](/i/B28D7DFD22E780EB219C66A5531EE5C814CD430405917B13B7B9EAB1D378D8D6_240x160.jpg)
![](/i/B0DF1F69A2468D558858DC80565CAB656D53F8E890D3FDD53A04EC312C146C53_240x160.jpg)
![](/i/5B9172F479A33DDA500F731BF11870DF227529D1E3D86E1D253D07DD2D510BA6_240x160.jpg)
„Þetta er beinlínis hryllingur“
Innlent
![](/i/F29401476D36DF8CF40D4E5EF2163FA19A0354C974F8DB707A3270123D936538_240x160.jpg)