Innlent

Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta

Kjartan Kjartansson skrifar
Edward Snowden ljóstraði upp um framferði bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA.
Edward Snowden ljóstraði upp um framferði bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Vísir/EPA
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden virðist fylgjast grannt með tíðindum af stjórnarslitum á Íslandi. Á Twitter-síðu sinni hefur hann tíst um atburði á Íslandi en virðist misskilja atburðina sem leiddu til falls ríkisstjórnarinnar.

Snowden, sem er með 3,4 milljónir fylgjenda á Twitter, birti röð tísta nú í kvöld um stjórnarslitin á Íslandi og atburðina sem tengdust uppreist æru fyrir dæmda barnaníðinga sem leiddu til þeirra.

„Spillingarsaga: Dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og faðir forsætisráðherra náðuðu á laun vin sem nauðgaði stjúpdóttur „nærri því daglega í tólf ár“,“ tísti Snowden fyrst.

Skjáskot/Twitter
Í öðru tísti segir hann að dómsmálráðherra Íslands hafi „þurrkað út“ dóm yfir vini að „beiðni föður forsætisráðherra“.

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Bendiktssonar forsætisráðherra, skrifaði undir meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing. Slíkra meðmæla er krafist til að dæmdir menn geti hlotið uppreist æru.

Þá deilir Snowden frétt Reykjavík Grapevine um að Benedikt hafi mælt með uppreist æru fyrir Hjalta Sigurjón með þeim orðum að Bjarni hafi haldið því fram að hann hafi ekki vitað af því fyrr en í júlí og svo hylmt yfir það þar til blaðamenn afhjúpuðu það.

Skjáskot/Twitter
Snowden komst í heimsfréttirnar þegar hann lak gögnum um njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinar NSA árið 2013. Hann fékk í kjölfarið hæli í Rússlandi og hefur hafst þar við síðan.

Hann ávarpaði meðal annars aðalfund Pírata í síðasta mánuði í gegnum fjarfundarbúnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×