Menning

Nína Dögg Filippusdóttir er bæjarlistamaður Seltjarnarness

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Ásgerður Halldórsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Sjöfn Þórðardóttir.
Ásgerður Halldórsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Sjöfn Þórðardóttir. vísir/seltjarnarnesbær
Nína Dögg Filippusdóttir leikkona var í dag útnefnd Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017. Athöfnin fór fram á Bókasafni Seltjarnarness.

Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ kemur fram að Nína Dögg hafi tilkynnt að hún vildi ánafna verðlaunafénu, einni milljón króna, til eflingar skapandi starfs ungmenna á Seltjarnarnesi með áherslu á sviðslistir.

Þar segir að jafnframt að fyrirhugað sé að bjóða eldri grunnskólanemum í bæjarfélaginu að vinna með fagfólki næsta haust en afrakstur starfseminnar verður fluttur á Menningarhátíð Seltjarnarness í október næstkomandi. Að auki ætlar Nína að leggja bæjarfélaginu lið í fjölbreyttu menningar- og listalífi þess á árinu.

Formaður menningarnefndar, Sjöfn Þórðardóttir, afhenti Nínu Dögg viðurkenninguna og verðlaunaféið.

„Nína Dögg Filippusdóttir hefur sýnt og sannað að hún er meðal okkar fremstu og hæfileikaríkustu leikurum í dag. Nína Dögg hefur allt það til að bera sem prýtt getur bæjarlistamann, hún hefur ótvíræða hæfileika, listrænan metnað og sannfæringarkraft. Brennandi ástríða og einstök vandvirkni einkenna sérhvert verk sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er framúrskarandi listamaður sem fer alla leið,“ sagði Sjöfn í ræðu sinni við tilefnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.