Enski boltinn

Matip má spila aftur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matip kom til Liverpool frá Schalke 04 síðasta sumar.
Matip kom til Liverpool frá Schalke 04 síðasta sumar. vísir/getty
Liverpool hefur fengið leyfi frá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu, til að nota varnarmanninn Joel Matip á nýjan leik.

Matip neitaði að spila með Kamerún í Afríkukeppninni sem stendur nú yfir í Gabon. Liverpool þurfti því að fá staðfestingu frá FIFA til að mega nota Matip á meðan Afríkukeppnin stendur yfir.

Staðfestingin barst ekki fyrir leikina gegn Manchester United og Plymouth fyrr í þessari viku en hún er nú loksins komin.

Matip getur því verið með Liverpool gegn Swansea City í hádeginu á morgun.


Tengdar fréttir

Matip verður heldur ekki með Liverpool í kvöld

Kamerúnmaðurinn Joel Matip verður ekki í leikmannahópi Liverpool í kvöld þegar liðið mætir Plymouth Argyle í endurteknum leik í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

Óvinirnir sættust á jafntefli

Manchester United og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leikurinn fór fram á Old Trafford.

Klopp: Ég verð eflaust ánægður með þessi úrslit á morgun

"Það héldu margir að United myndi bara rúlla yfir okkur í dag. Þeir hafa verið í hörkuformi og allt að falla með þeim,“ segir Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, eftir jafnteflið við Manchester United í dag. Liðið gerðu 1-1 jafntefli á Old Trafford.

Íslendingar lita leik með Liverpool

"Við erum að fara með 189 manns beint til Liverpool á meðan hin félögin fara til í Man­chester, Birmingham og London,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða.

Gerrard aftur til Liverpool

Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool, hefur verið ráðinn unglingaþjálfari hjá félaginu sem hann ólst upp hjá og lék með nánast allan sinn feril.

Liverpool á toppnum í einkadeild toppliðanna

Liverpool náði ekki að vinna Manchester United á Old Trafford í gær þrátt fyrir að vera yfir í 57 mínútur en hélt áfram sínu striki að tapa ekki á móti bestu liðum e ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×