Grænlendingar miður sín Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 19:00 Fréttir af hvarfi Birnu Brjánsdóttur eru mest lesnu fréttirnar í grænlenskum fjölmiðlum þessa dagana en einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. Ingibjörg Björnsdóttir, sem býr á Grænlandi og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur, segir grænlensku þjóðina slegna yfir hvarfi Birnu og miður sín yfir því að Grænlendingar séu viðriðnir málið. „Grænlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar í öðrum löndum og ekki alltaf verið litið á þá sem jafningja, sérstaklega meðal Dana og Íslendingar hafa ekki alltaf horft hýru augu til Grænlands, en það hefur verið batnandi viðhorf til þeirra. Og fólk er miður sín að þetta gæti haft áhrif á þeirra stöðu í norrænu samhengi,” segir Ingibjörg. Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. „Mig langar bara að biðja fólk um að gæta sín og muna að þótt grænlenskir ríkisborgarar séu grunaðir um refsiverða háttsemi þá er grænlenska þjóðin ekki grunuð um það og er vinaþjóð okkar,” segir Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hrafn Jökulsson hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar. Hann segir Grænlendinga stolta af vináttunni við Íslendinga og að fyrst og fremst hafi allir áhyggjur af hvarfi Birnu. „En varðandi viðbrögð einstaka fólks í garð Grænlendinga þá eru þau auðvitað sorgleg. Því við dæmum ekki þjóðir út frá meintu athæfi eða afbrotum einstaklinga. Þannig viljum við Íslendingar ekki láta dæma okkur. Ég man ekki betur en að Íslendingum hafi verið hent út úr búðum í Kaupmannahöfn út af einu hruni og okkur ofbauð það og blöskraði, eðlilega,” segir Hrafn. Hrafn bendir á að sjálfstraust Grænlendinga sé enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þurfi til þess að því sé hnekkt. „Þeim finnst líklega hálfu sárara en öðrum að upplifa þetta frá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð. Þeir eru ekki undir það búnir og þeir eiga það ekki skilið,” segir Hrafn og að hann voni að þessi leiðinlega umræða fjari út og allir átti sig á að þessi harmleikur snúist ekki um þjóðerni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Fréttir af hvarfi Birnu Brjánsdóttur eru mest lesnu fréttirnar í grænlenskum fjölmiðlum þessa dagana en einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. Ingibjörg Björnsdóttir, sem býr á Grænlandi og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur, segir grænlensku þjóðina slegna yfir hvarfi Birnu og miður sín yfir því að Grænlendingar séu viðriðnir málið. „Grænlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar í öðrum löndum og ekki alltaf verið litið á þá sem jafningja, sérstaklega meðal Dana og Íslendingar hafa ekki alltaf horft hýru augu til Grænlands, en það hefur verið batnandi viðhorf til þeirra. Og fólk er miður sín að þetta gæti haft áhrif á þeirra stöðu í norrænu samhengi,” segir Ingibjörg. Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. „Mig langar bara að biðja fólk um að gæta sín og muna að þótt grænlenskir ríkisborgarar séu grunaðir um refsiverða háttsemi þá er grænlenska þjóðin ekki grunuð um það og er vinaþjóð okkar,” segir Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hrafn Jökulsson hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar. Hann segir Grænlendinga stolta af vináttunni við Íslendinga og að fyrst og fremst hafi allir áhyggjur af hvarfi Birnu. „En varðandi viðbrögð einstaka fólks í garð Grænlendinga þá eru þau auðvitað sorgleg. Því við dæmum ekki þjóðir út frá meintu athæfi eða afbrotum einstaklinga. Þannig viljum við Íslendingar ekki láta dæma okkur. Ég man ekki betur en að Íslendingum hafi verið hent út úr búðum í Kaupmannahöfn út af einu hruni og okkur ofbauð það og blöskraði, eðlilega,” segir Hrafn. Hrafn bendir á að sjálfstraust Grænlendinga sé enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þurfi til þess að því sé hnekkt. „Þeim finnst líklega hálfu sárara en öðrum að upplifa þetta frá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð. Þeir eru ekki undir það búnir og þeir eiga það ekki skilið,” segir Hrafn og að hann voni að þessi leiðinlega umræða fjari út og allir átti sig á að þessi harmleikur snúist ekki um þjóðerni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45