Innlent

Birta myndskeið frá aðgerðunum á Polar Nanoq

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landhelgisgæslan hefur nú birt myndir og myndskeið frá aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra á grænlenska togaranum Polar Nanoq þegar þrír skipverjar voru handteknir á miðvikudaginn í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.

Hér að ofan og neðan má sjá myndskeið frá aðgerðunum.



Mynd af dekki Polar Nanoq eftir að sérsveitin var komin um borð.Landhelgisgæslan
Fram kemur í skeyti frá Landhelgisgæslunni að veður hafi verið slæmt, vindhraðinn 40-50 hnútar og ölduhæð 6-8 metrar.

Þá gekk á með dimmum éljum. Mikil hreyfing var á skipinu og aðstæður til hífinga því mjög erfiðar, að sögn áhafnar þyrlunnar.

Tveir skipverjar eru í haldi lögreglu og eru þeir grunaðir um manndráp.

Þeir hafa verið í einangrun á lögreglustöðinni á Hverfisgötu síðan á aðfaranótt fimmtudags en Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði seint á miðvikudagskvöld.

Skipið fór frá Íslandi á laugardagskvöld en var snúið við síðdegis á þriðjudag. 

Skipið hafði áður verið í höfn Frederikshavn í Danmörku og lagði úr höfn þann 7. janúar og hélt þaðan beint til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×