Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 17:45 Þúsundir komu saman á Skólavörðuholtinu á síðasta ári til þess að sprengja flugelda og fagna nýju ári. Mynd/Sigurður Árni Þórðarson Mikill fjöldi af fólki safnast saman á hverju ári á Skólavörðuholti til þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöldi. Vegna mannfjöldans og þrengslanna verður slysahætta af völdum flugelda mikil. Íbúasamtök Miðborgar og Hlíða ætla í samstarfi við Sjóvá að koma betra skipulagi á samkomusvæðin og hafa sérstök afmörkuð skotsvæði fyrir flugelda til þess að stuðla að auknu öryggi. Því er einungis heimilt að skjóta upp flugeldum á skotsvæðunum og verða sérstakir skotbakkar innan þess svæðis. Sjóvá mun einnig bjóða upp á hlífðargleraugu. Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að afmarka skotsvæðin og verður lokað fyrir bílaumferð á Skólavörðuholti. Benóný Ægisson íbúi á Skólavörðustíg og meðlimur Íbúasamtaka Miðbæjar hefur verið staddur á Skólavörðuholtinu undanfarin ár og segir að mannfjöldinn sé svo mikill að það sé mildi að ekki hafi illa farið hingað til. „Þetta er bara svo ofboðslega mikið af fólki og það hefur ekkert verið aðskilið á milli skotsvæða og mannfjöldans. Það hefur ekki einu sinni verið lokað fyrir bílaumferð yfir holtið hingað til. Þetta er búið að vera ofsalegt kraðak og svæðið er gjörsamlega sprungið. Fólk kemur sér fyrir í hliðargötum í kring og ef eitthvað kæmi virkilega fyrir þá gæti fólk ekki forðað sér. Það er í raun bara hundaheppni að ekkert alvarlegt slys hafi orðið þarna. “ Benóný segir að hann telji það líklegt að ferðaskrifstofur og hótel beini ferðamönnum á holtið miðað við það hversu mikill fjöldi ferðamanna er á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. „Það er fullt af túristum þarna sem eru ekki vanir þessu stríðsástandi sem er þarna hjá okkur á gamlárskvöld og gera sér ekki grein fyrir hættunum. Það er ekki langt síðan þetta voru bara íbúarnir en nú er fjöldinn orðinn gríðarlegur og rétt fyrir miðnætti er mannfjöldinn slíkur að þetta er eins og þjóðflutningar, fólkið veltur inn á holtið.“Íbúasamtök Hlíðahverfis ætla að fjölmenna á Klambratúni og sprengja flugelda.Vísir/VilliSkapa nýja hefð á Klambratúni Íbúar í Hlíðunum vilja skapa nýja hefð í hverfinu og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fjölmenna á Klambratúni á gamlárskvöldi og skjóta þar upp flugeldum. „Við viljum fá fólkið af götunum og inn á opið svæði. Þá er hægt að stýra svæðinu betur til þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru að skjóta upp og þá sem eru að horfa á flugeldana,“ segir Rakel Kristinsdóttir, meðlimur íbúasamtaka Hlíðasvæðis og forsprakki þessarar nýju hefðar. Rakel segir að hún hafi fengið hugmyndina og varpað henni fram á Facebook síðu fyrir íbúa Hlíðasvæðis og að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og margir lýstu yfir áhuga á sameiginlegu skotsvæði fyrir íbúa svæðisins. „Boltinn byrjaði að rúlla og svo settum við okkur í samband við íbúasamtök Miðbæjar því það er algengt að fólk sé á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. Við fengum að heyra frá þeim að það væri mikil hætta á Skólavörðuholtinu og þá reyndum við að fá samstarf með Reykjavíkurborg og Sjóvá til þess að geta stýrt þessu betur,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar þá hefur Reykjavíkurborg haft áhyggjur af ástandinu á Skólavörðuholtinu og samþykkti það að loka götunum í kring á gamlárskvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndir af skotsvæðunum sem og gagnlegum upplýsingum fyrir þá skotglöðu. Flugeldar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Mikill fjöldi af fólki safnast saman á hverju ári á Skólavörðuholti til þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöldi. Vegna mannfjöldans og þrengslanna verður slysahætta af völdum flugelda mikil. Íbúasamtök Miðborgar og Hlíða ætla í samstarfi við Sjóvá að koma betra skipulagi á samkomusvæðin og hafa sérstök afmörkuð skotsvæði fyrir flugelda til þess að stuðla að auknu öryggi. Því er einungis heimilt að skjóta upp flugeldum á skotsvæðunum og verða sérstakir skotbakkar innan þess svæðis. Sjóvá mun einnig bjóða upp á hlífðargleraugu. Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að afmarka skotsvæðin og verður lokað fyrir bílaumferð á Skólavörðuholti. Benóný Ægisson íbúi á Skólavörðustíg og meðlimur Íbúasamtaka Miðbæjar hefur verið staddur á Skólavörðuholtinu undanfarin ár og segir að mannfjöldinn sé svo mikill að það sé mildi að ekki hafi illa farið hingað til. „Þetta er bara svo ofboðslega mikið af fólki og það hefur ekkert verið aðskilið á milli skotsvæða og mannfjöldans. Það hefur ekki einu sinni verið lokað fyrir bílaumferð yfir holtið hingað til. Þetta er búið að vera ofsalegt kraðak og svæðið er gjörsamlega sprungið. Fólk kemur sér fyrir í hliðargötum í kring og ef eitthvað kæmi virkilega fyrir þá gæti fólk ekki forðað sér. Það er í raun bara hundaheppni að ekkert alvarlegt slys hafi orðið þarna. “ Benóný segir að hann telji það líklegt að ferðaskrifstofur og hótel beini ferðamönnum á holtið miðað við það hversu mikill fjöldi ferðamanna er á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. „Það er fullt af túristum þarna sem eru ekki vanir þessu stríðsástandi sem er þarna hjá okkur á gamlárskvöld og gera sér ekki grein fyrir hættunum. Það er ekki langt síðan þetta voru bara íbúarnir en nú er fjöldinn orðinn gríðarlegur og rétt fyrir miðnætti er mannfjöldinn slíkur að þetta er eins og þjóðflutningar, fólkið veltur inn á holtið.“Íbúasamtök Hlíðahverfis ætla að fjölmenna á Klambratúni og sprengja flugelda.Vísir/VilliSkapa nýja hefð á Klambratúni Íbúar í Hlíðunum vilja skapa nýja hefð í hverfinu og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fjölmenna á Klambratúni á gamlárskvöldi og skjóta þar upp flugeldum. „Við viljum fá fólkið af götunum og inn á opið svæði. Þá er hægt að stýra svæðinu betur til þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru að skjóta upp og þá sem eru að horfa á flugeldana,“ segir Rakel Kristinsdóttir, meðlimur íbúasamtaka Hlíðasvæðis og forsprakki þessarar nýju hefðar. Rakel segir að hún hafi fengið hugmyndina og varpað henni fram á Facebook síðu fyrir íbúa Hlíðasvæðis og að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og margir lýstu yfir áhuga á sameiginlegu skotsvæði fyrir íbúa svæðisins. „Boltinn byrjaði að rúlla og svo settum við okkur í samband við íbúasamtök Miðbæjar því það er algengt að fólk sé á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. Við fengum að heyra frá þeim að það væri mikil hætta á Skólavörðuholtinu og þá reyndum við að fá samstarf með Reykjavíkurborg og Sjóvá til þess að geta stýrt þessu betur,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar þá hefur Reykjavíkurborg haft áhyggjur af ástandinu á Skólavörðuholtinu og samþykkti það að loka götunum í kring á gamlárskvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndir af skotsvæðunum sem og gagnlegum upplýsingum fyrir þá skotglöðu.
Flugeldar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira