Stöðug spilamennska hjá Ólafíu á lokahring tímabilsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2017 20:00 Ólafía lék á pari vallarins í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið leik á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída. Ólafía náði sér mun betur á strik en í gær og spilamennska hennar var mjög stöðug í dag. Hún lék á parinu og endaði á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún er, þegar þetta er skrifað, í 59.-60. sæti. Ólafía byrjaði á 10. holu, líkt og á fimmtudaginn og laugardaginn. Hún paraði fyrstu tvær holurnar en fékk svo fyrsta skollann á 12. holu. Ólafía svaraði fyrir hann með fugli og þremur pörum áður en hún fékk annan skolla á 17. holu. Hún paraði 18. holuna og var því á einu höggi yfir pari og samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafíu gekk illa á seinni níu í gær þar sem hún fékk fjóra skolla. Í dag fékk hún aðeins einn skolla en tvo fugla. Ólafía lék seinni níu holurnar á einu höggi undir pari. Eini skollinn kom á 3. holu en á síðustu sex holunum fékk hún einn fugl og fimm pör. Hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum í dag, púttaði 29 sinnum á 18 holum og var 11/18 í innáhöggum. Ólafía hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili á LPGA-mótaröðinni. Og hún spilaði nógu vel til að fá annað tímabil á þessari sterkustu mótaröð í heimi. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar og fær því fullan keppnisrétt á næsta ári. Markmiðið að vera í hópi 80 efstu kylfinga náðist og það er það mikilvægasta.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið leik á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída. Ólafía náði sér mun betur á strik en í gær og spilamennska hennar var mjög stöðug í dag. Hún lék á parinu og endaði á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún er, þegar þetta er skrifað, í 59.-60. sæti. Ólafía byrjaði á 10. holu, líkt og á fimmtudaginn og laugardaginn. Hún paraði fyrstu tvær holurnar en fékk svo fyrsta skollann á 12. holu. Ólafía svaraði fyrir hann með fugli og þremur pörum áður en hún fékk annan skolla á 17. holu. Hún paraði 18. holuna og var því á einu höggi yfir pari og samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafíu gekk illa á seinni níu í gær þar sem hún fékk fjóra skolla. Í dag fékk hún aðeins einn skolla en tvo fugla. Ólafía lék seinni níu holurnar á einu höggi undir pari. Eini skollinn kom á 3. holu en á síðustu sex holunum fékk hún einn fugl og fimm pör. Hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum í dag, púttaði 29 sinnum á 18 holum og var 11/18 í innáhöggum. Ólafía hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili á LPGA-mótaröðinni. Og hún spilaði nógu vel til að fá annað tímabil á þessari sterkustu mótaröð í heimi. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar og fær því fullan keppnisrétt á næsta ári. Markmiðið að vera í hópi 80 efstu kylfinga náðist og það er það mikilvægasta.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira