Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 11:00 Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur Öræfajökuls. Vísir/Vilhelm „Góðu fréttirnar er að það hreyfðist ekki síminn í nótt þannig að engar fréttir eru góðar fréttir,“ segir Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra um stöðuna á Öræfajökli í dag. Seint í gær var á stöðufundi að ákveðið að óvissustigi Almannavarna yrði áfram í gildi vegna hugsanlegs eldgoss. Segir Hjálmar að þetta verði ekki endurskoðað fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag. „Í gær var farið og náð í sýni úr ám og fleira og er verið að vinna úr þeim í dag.“ Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofunnar ásamt fulltrúum almannavarna flugu yfir Öræfajökul í gær og tóku sýni til að mæla gas og rafleiðni. Hugsanlegt er að niðurstöðurnar verði tilbúnar seinnipartinn í dag eða í kvöld. Nýr sigketill og jarðhiti gefur til kynna að eldstöðin gæti verið að vakna til lífsins og er nú vel fylgst með svæðinu. Sigketilinn sem greint var frá á föstudag var meðal annars mældur og er hann um einn kílómeter í þvermál og 15 til 20 metra djúpur. Hvorki eru taldar líkur á gosi né umtalsverðu jökulhlaupi að svo stöddu. Á Veðurstofunni er sólarhringsvakt þar sem fylgst er með jarðskjálftum og óróa.Stöðufundur í kvöld „Það verður fundur klukkan níu í kvöld til að taka stöðuna,“ segir Hjálmar en á fundinum verða Almannavarnir og yfirvöld á Suðurlandi. Þetta gæti þó breyst ef eitthvað nýtt kemur upp í dag. „Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki nein merki eru um að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi. Fylgjast þarf náið með henni og auka eftirlit og rannsóknir. Á Veðurstofunni er sólarhringsvakt þar sem fylgst er með jarðskjálftum og óróa. Næstu daga þarf að vinna að fullu úr gögnum frá ferðum dagsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi meðan sú vinna fer fram. Litakóði Öræfajökuls vegna flugs verður áfram gulur,” sagði í tilkynningu Veðurstofu Íslands í gær.Tilbúin ef eitthvað breytist Ef koma þarf nauðsynlegum skilaboðum til fólks á svæðinu verða send út SMS skilaboð á alla á ákveðnu svæði. „Ef eitthvað kemur upp þá notum við skilaboð og miðlana að sjálfsögðu,“ segir Hjálmar. Ekki hefur þurft að nota þessi SMS í vikunni vegna Öræfajökuls. Litlir skjálftar voru á Hvannadalshnjúk í nótt en þeir voru það vægir að Almannavarnir fengu ekki símtal vegna þeirra. „Það væri eitthvað óeðlilegt ef að það væru ekki jarðskjálftar, ef einn dagur dytti út,“ segir Hjálmar um skjálftana. „Við erum með vakandi auga fyrir þessu og tilbúin ef, við búum á Íslandi sem er ungt og lifandi land.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
„Góðu fréttirnar er að það hreyfðist ekki síminn í nótt þannig að engar fréttir eru góðar fréttir,“ segir Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra um stöðuna á Öræfajökli í dag. Seint í gær var á stöðufundi að ákveðið að óvissustigi Almannavarna yrði áfram í gildi vegna hugsanlegs eldgoss. Segir Hjálmar að þetta verði ekki endurskoðað fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag. „Í gær var farið og náð í sýni úr ám og fleira og er verið að vinna úr þeim í dag.“ Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofunnar ásamt fulltrúum almannavarna flugu yfir Öræfajökul í gær og tóku sýni til að mæla gas og rafleiðni. Hugsanlegt er að niðurstöðurnar verði tilbúnar seinnipartinn í dag eða í kvöld. Nýr sigketill og jarðhiti gefur til kynna að eldstöðin gæti verið að vakna til lífsins og er nú vel fylgst með svæðinu. Sigketilinn sem greint var frá á föstudag var meðal annars mældur og er hann um einn kílómeter í þvermál og 15 til 20 metra djúpur. Hvorki eru taldar líkur á gosi né umtalsverðu jökulhlaupi að svo stöddu. Á Veðurstofunni er sólarhringsvakt þar sem fylgst er með jarðskjálftum og óróa.Stöðufundur í kvöld „Það verður fundur klukkan níu í kvöld til að taka stöðuna,“ segir Hjálmar en á fundinum verða Almannavarnir og yfirvöld á Suðurlandi. Þetta gæti þó breyst ef eitthvað nýtt kemur upp í dag. „Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki nein merki eru um að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi. Fylgjast þarf náið með henni og auka eftirlit og rannsóknir. Á Veðurstofunni er sólarhringsvakt þar sem fylgst er með jarðskjálftum og óróa. Næstu daga þarf að vinna að fullu úr gögnum frá ferðum dagsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi meðan sú vinna fer fram. Litakóði Öræfajökuls vegna flugs verður áfram gulur,” sagði í tilkynningu Veðurstofu Íslands í gær.Tilbúin ef eitthvað breytist Ef koma þarf nauðsynlegum skilaboðum til fólks á svæðinu verða send út SMS skilaboð á alla á ákveðnu svæði. „Ef eitthvað kemur upp þá notum við skilaboð og miðlana að sjálfsögðu,“ segir Hjálmar. Ekki hefur þurft að nota þessi SMS í vikunni vegna Öræfajökuls. Litlir skjálftar voru á Hvannadalshnjúk í nótt en þeir voru það vægir að Almannavarnir fengu ekki símtal vegna þeirra. „Það væri eitthvað óeðlilegt ef að það væru ekki jarðskjálftar, ef einn dagur dytti út,“ segir Hjálmar um skjálftana. „Við erum með vakandi auga fyrir þessu og tilbúin ef, við búum á Íslandi sem er ungt og lifandi land.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54
Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15
„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30