„Erum ægilega stoltir og auðmjúkir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 11:48 Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á DILL. mynd/Karl Petersson „Þetta er náttúrulega mikil viðurkenning og við erum ægilega stoltir og auðmjúkir yfir þessu,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á veitingastaðnum DILL, sem er við Hverfisgötu 12 í Reykjavík. Staðurinn fékk í dag Michelin-stjörnu sem er sú viðurkenning sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Enginn annar staður á Íslandi er með Michelin-stjörnu. Ragnar er vonum ánægður með viðurkenninguna.mynd/benedikt „Þetta er alveg frábært og gerir rosalega mikið fyrir bransann í Reykjavík og á Íslandi og veitir okkur skemmtilega athygli – öllum kokkum í bransanum,“ segir Ragnar, en hann tók sjálfur við verðlaununum í Stokkhólmi í morgun. DILL hefur hlotið margs konar viðurkenningar og nokkrum sinnum verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic, Nordic Prize og víðar. Ragnar tók við stöðu yfirkokks í árslok 2015 þegar annar stofnenda staðarins, Gunnar Karl Gíslason, flutti af landi brott til að standsetja veitingastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York, í samstarfi við Claus Meyer. Ragnar segir þetta mikinn heiður fyrir íslenska matarmenningu, enda stærsta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið. „En við höldum okkar striki. Höldum áfram að bjóða upp á góðan mat og veita góða upplifun.“ Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingastaðurinn DILL fær Michelin stjörnu Fékk eina stjörnu. 22. febrúar 2017 10:15 Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun Michelin-stjörnu. 22. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
„Þetta er náttúrulega mikil viðurkenning og við erum ægilega stoltir og auðmjúkir yfir þessu,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á veitingastaðnum DILL, sem er við Hverfisgötu 12 í Reykjavík. Staðurinn fékk í dag Michelin-stjörnu sem er sú viðurkenning sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Enginn annar staður á Íslandi er með Michelin-stjörnu. Ragnar er vonum ánægður með viðurkenninguna.mynd/benedikt „Þetta er alveg frábært og gerir rosalega mikið fyrir bransann í Reykjavík og á Íslandi og veitir okkur skemmtilega athygli – öllum kokkum í bransanum,“ segir Ragnar, en hann tók sjálfur við verðlaununum í Stokkhólmi í morgun. DILL hefur hlotið margs konar viðurkenningar og nokkrum sinnum verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic, Nordic Prize og víðar. Ragnar tók við stöðu yfirkokks í árslok 2015 þegar annar stofnenda staðarins, Gunnar Karl Gíslason, flutti af landi brott til að standsetja veitingastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York, í samstarfi við Claus Meyer. Ragnar segir þetta mikinn heiður fyrir íslenska matarmenningu, enda stærsta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið. „En við höldum okkar striki. Höldum áfram að bjóða upp á góðan mat og veita góða upplifun.“
Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingastaðurinn DILL fær Michelin stjörnu Fékk eina stjörnu. 22. febrúar 2017 10:15 Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun Michelin-stjörnu. 22. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun Michelin-stjörnu. 22. febrúar 2017 11:03