Ferðalöngum reglulega meinuð för vestur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2017 06:00 Dómsmálaráðherra segist ekki hafa fengið upplýsingar um málið og ekki sé víst að það heyri undir íslensk stjórnvöld. vísir/gva Það er ekki einsdæmi að fólki sé vísað úr flugvélum hér á landi og því meinað að fljúga til Bandaríkjanna. Juhel Miah, 25 ára kennari frá Swansea í Wales, lenti í því í að vera vísað úr flugvél Icelandair sem var á leið til Bandaríkjanna í Keflavík þann sextánda febrúar síðastliðinn. „Það kemur fyrir annað slagið að einstökum farþegum er neitað um flug vegna tilmæla frá yfirvöldum. En í þessum tilvikum er flugfélagið ekki upplýst um ástæður þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fá flugfélög hér á landi af og til tilmæli frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum þar sem sagt er að stjórnvöld vilji ekki fá einstakling til landsins. Flugfélög fá ekki að vita ástæðuna. Slík tilmæli fékk Icelandair um Miah. Þar sem flugfélög þurfa að fylgja ákveðnum skilyrðum til þess að fá að fljúga til Bandaríkjanna, sem og annarra landa, ber þeim að hlýða þessum tilmælum. Ella þyrftu þau að greiða stórar sektir. Sjálfur veit Miah ekki ástæðu þess að honum var vísað frá borði. „Ég veit ekki hvers vegna mér var vísað úr vélinni. Kannski er það vegna þess að ég er múslimi. Ef enginn getur sagt mér ástæðuna fyrir þessu vil ég að einhver rétti upp hendi og biðjist afsökunar,“ sagði Miah í samtali við BBC í gær. Hann sagði atvikið hafa orðið til þess að honum liði eins og hann væri smánaður. Þetta hefði samt ekki átt að hafa þau áhrif. Ég spurði margoft af hverju mér væri vísað úr fluginu en fékk engin svör. Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér,“ sagði Miah. Ólíklegt er að ástæðan sé tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö ríkja í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum að koma til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þá tilskipun úr gildi. Þar að auki er Miah eingöngu með breskan ríkisborgararétt. Heimildir Fréttablaðsins herma að Miah hafi farið í gegnum vegabréfsskoðun athugasemdalaust. Þá hafi hann lent í handahófskenndu úrtaki og verið skoðaður nánar. Enn hafi engar athugasemdir verið gerðar. Þegar út í vél var komið hafi starfsmaður Icelandair hins vegar farið um borð og tilkynnt Miah um að hann fengi ekki að fara til Bandaríkjanna. Miah hafi brugðist hinn kurteisasti við og hlýtt tilmælum. Í svari sinni við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG, á Alþingi í gær sagðist Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ekki hafa fengið upplýsingar um málið. „Mér sýnist ekki endilega víst að þetta mál heyri undir íslensk stjórnvöld,“ sagði hún og vísaði til þess að maðurinn væri breskur, ákvörðunin tekin af Bandaríkjamönnum. „Fáum við frekari upplýsingar mun ekki standa á mér að upplýsa um tilvik sem þessi ef þau gerast tíðari hér á íslenskri grundu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Það er ekki einsdæmi að fólki sé vísað úr flugvélum hér á landi og því meinað að fljúga til Bandaríkjanna. Juhel Miah, 25 ára kennari frá Swansea í Wales, lenti í því í að vera vísað úr flugvél Icelandair sem var á leið til Bandaríkjanna í Keflavík þann sextánda febrúar síðastliðinn. „Það kemur fyrir annað slagið að einstökum farþegum er neitað um flug vegna tilmæla frá yfirvöldum. En í þessum tilvikum er flugfélagið ekki upplýst um ástæður þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fá flugfélög hér á landi af og til tilmæli frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum þar sem sagt er að stjórnvöld vilji ekki fá einstakling til landsins. Flugfélög fá ekki að vita ástæðuna. Slík tilmæli fékk Icelandair um Miah. Þar sem flugfélög þurfa að fylgja ákveðnum skilyrðum til þess að fá að fljúga til Bandaríkjanna, sem og annarra landa, ber þeim að hlýða þessum tilmælum. Ella þyrftu þau að greiða stórar sektir. Sjálfur veit Miah ekki ástæðu þess að honum var vísað frá borði. „Ég veit ekki hvers vegna mér var vísað úr vélinni. Kannski er það vegna þess að ég er múslimi. Ef enginn getur sagt mér ástæðuna fyrir þessu vil ég að einhver rétti upp hendi og biðjist afsökunar,“ sagði Miah í samtali við BBC í gær. Hann sagði atvikið hafa orðið til þess að honum liði eins og hann væri smánaður. Þetta hefði samt ekki átt að hafa þau áhrif. Ég spurði margoft af hverju mér væri vísað úr fluginu en fékk engin svör. Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér,“ sagði Miah. Ólíklegt er að ástæðan sé tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö ríkja í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum að koma til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þá tilskipun úr gildi. Þar að auki er Miah eingöngu með breskan ríkisborgararétt. Heimildir Fréttablaðsins herma að Miah hafi farið í gegnum vegabréfsskoðun athugasemdalaust. Þá hafi hann lent í handahófskenndu úrtaki og verið skoðaður nánar. Enn hafi engar athugasemdir verið gerðar. Þegar út í vél var komið hafi starfsmaður Icelandair hins vegar farið um borð og tilkynnt Miah um að hann fengi ekki að fara til Bandaríkjanna. Miah hafi brugðist hinn kurteisasti við og hlýtt tilmælum. Í svari sinni við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG, á Alþingi í gær sagðist Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ekki hafa fengið upplýsingar um málið. „Mér sýnist ekki endilega víst að þetta mál heyri undir íslensk stjórnvöld,“ sagði hún og vísaði til þess að maðurinn væri breskur, ákvörðunin tekin af Bandaríkjamönnum. „Fáum við frekari upplýsingar mun ekki standa á mér að upplýsa um tilvik sem þessi ef þau gerast tíðari hér á íslenskri grundu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31
Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36