Gamla flugstöðin í Keflavík hverfur Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2017 21:15 Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, við gömlu flugstöðina í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. Flugskýli verður reist í staðinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugstöðin í Varnarstöðinni þjónaði sem aðalmillilandaflugstöð Íslendinga í aldarfjórðung, frá því snemma á sjöunda áratugnum og fram til ársins 1987 er Leifsstöð var opnuð. Þar hófst ferðin til útlanda, þar voru innritunarborðin og síðan tók við vegabréfaskoðun og vopnaleit.Þarna hófst utanlandsferðin þegar gengið var inn í brottfararsalinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir innan var bandaríski herinn hins vegar búinn að breyta flestum innréttingum, en hann notaði flugstöðina þar til Varnarliðið fór. Í frétt Stöðvar 2 sýnir Friðþór Eydal, fulltrúi Isavia, hvar barinn var í flugstöðinni. „Þessi frægi þar sem Íslendingar vöndust á að drekka fyrsta bjórinn eldsnemma á morgnana,” segir Friðþór.Friðþór Eydal sýnir hvar barinn var í gömlu flugstöðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Barinn er löngu horfinn. Það er helst að eldri Íslendingar þekki aftur salinn þar sem menn fengu töskurnar og fóru í gegnum tollskoðun. Margir muna eftir glugganum á efri hæðinni þar sem sjá mátti flugvélarnar koma. En nú eru örlög hússins ráðin: „Já, það verður rifið og niðurrifið hefst bara á allra næstu dögum og því á að vera lokið í mars,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vél Loftleiða séð af efri hæð gömlu flugstöðvarinnar um miðjan sjöunda áratuginn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Einhverjir spyrja kannski hvort ástæða hafi verið til að halda í húsið í ljósi sögulegs gildis. En Friðþór spyr á móti hver eigi þá að borga fyrir það. En kom til greina að halda flugstöðinni, til dæmis fyrir innanlandsflug? Guðjón kveðst ekki vita til þess að nein slík ósk hafi borist. „Þetta hús hefur ekki verið notað síðan Varnarliðið fór. Svo er komin upp mygla á nokkrum stöðum í húsinu. Svo er það í rauninni, má segja, barn síns tíma.”Flugstöðin var tekin í notkun árið 1949.Mynd/Isavia.Flugvélar nýta enn stæðin fyrir utan gömlu flugstöðina. En núna þarf hún að víkja fyrir nýrri starfsemi. Reisa á flugskýli á staðnum, samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. Flugskýli verður reist í staðinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugstöðin í Varnarstöðinni þjónaði sem aðalmillilandaflugstöð Íslendinga í aldarfjórðung, frá því snemma á sjöunda áratugnum og fram til ársins 1987 er Leifsstöð var opnuð. Þar hófst ferðin til útlanda, þar voru innritunarborðin og síðan tók við vegabréfaskoðun og vopnaleit.Þarna hófst utanlandsferðin þegar gengið var inn í brottfararsalinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir innan var bandaríski herinn hins vegar búinn að breyta flestum innréttingum, en hann notaði flugstöðina þar til Varnarliðið fór. Í frétt Stöðvar 2 sýnir Friðþór Eydal, fulltrúi Isavia, hvar barinn var í flugstöðinni. „Þessi frægi þar sem Íslendingar vöndust á að drekka fyrsta bjórinn eldsnemma á morgnana,” segir Friðþór.Friðþór Eydal sýnir hvar barinn var í gömlu flugstöðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Barinn er löngu horfinn. Það er helst að eldri Íslendingar þekki aftur salinn þar sem menn fengu töskurnar og fóru í gegnum tollskoðun. Margir muna eftir glugganum á efri hæðinni þar sem sjá mátti flugvélarnar koma. En nú eru örlög hússins ráðin: „Já, það verður rifið og niðurrifið hefst bara á allra næstu dögum og því á að vera lokið í mars,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vél Loftleiða séð af efri hæð gömlu flugstöðvarinnar um miðjan sjöunda áratuginn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Einhverjir spyrja kannski hvort ástæða hafi verið til að halda í húsið í ljósi sögulegs gildis. En Friðþór spyr á móti hver eigi þá að borga fyrir það. En kom til greina að halda flugstöðinni, til dæmis fyrir innanlandsflug? Guðjón kveðst ekki vita til þess að nein slík ósk hafi borist. „Þetta hús hefur ekki verið notað síðan Varnarliðið fór. Svo er komin upp mygla á nokkrum stöðum í húsinu. Svo er það í rauninni, má segja, barn síns tíma.”Flugstöðin var tekin í notkun árið 1949.Mynd/Isavia.Flugvélar nýta enn stæðin fyrir utan gömlu flugstöðina. En núna þarf hún að víkja fyrir nýrri starfsemi. Reisa á flugskýli á staðnum, samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15