29 óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2017 20:45 Tuttugu og níu óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár vegna þess að ekki er pláss í fangelsum. „Út í hött,“ segir fangelsismálastjóri sem vill að brugðist sé við en að baki dómunum eru umferðarlagarbrot, fíkniefnabrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot. Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fangelsi hafa lengst mikið undanfarin ár en eins og staðan er í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun. Þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. Í ár hafa 29 dómar fyrnst. Í fyrra voru þeir 34, 31 árið 2015 og 33 árið 2014. Fyrningartími dóma er mislangur eftir því hversu löng refsingin er. Refsingar að baki þeim 29 dómum sem fyrndust í ár eru mislangar en það er einungis um að ræða óskilorðsbundna dóma. Að baki tveimur þeirra er refsing undir mánuði, í þrettán er refsing einn mánuðir, í þremur er refsing tveir mánuðir, í sjö þeirra er refsing 3 til 6 mánuðir, í þremur 7-10 mánuðir og í einum þeirra er 6 ára fangelsisrefsing en dómþoli í því máli fór af landi brott og fannst ekki. Að baki þessum refsingum eru nítján umferðarlagabrot, fimm fíkniefnabrot, þrjú auðgunarbrot og tvö ofbeldisbrot. „Það er auðvitað bara slæmt mál fyrir réttarríkið í heild sinni. Það er grundvallaratriði að refsingar séu fullnustaðar í beinu framhaldi að því að þær eru dæmdar en það höfum við ekki getað. Þetta er vandamál sem er búið að vaxa síðustu tólf, fjórtán árin“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir að verið sé að bregðast við. „Annars vegar höfum við verið að fjölga fangarýmum, við höfum fjölgað þeim töluvert á síðustu árum með opnun Hólmsheiðarfangelsis. Hitt sem er ekki síður mikilvægara er að við höfum verið að taka upp önnur fullnustuúrræði.“ Hefur það til dæmis verið gert með rafrænu eftirliti og rýmkun á samfélagsþjónustu. Páll segir að fyrst og fremst sé það fjármagn sem skorti. „Nú þurfum við bara að reka smiðshöggið á þetta með því að koma nýja fangelsinu í fullan rekstur en til þess þurfum við fleira starfsfólk. „ Í dag afpláni til að mynda 30 fangar á Hólmsheiði en ekki 56 eins og pláss er fyrir. Páll er mjög gagnrýnin á stöðuna. „Það er auðvitað út í hött og það má ekki vera svoleiðis. Það þarf að bregðast við því og menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir velta fyrir sér að þyngja refsingar í einhverjum málaflokkum, hvort sem það er umferðarlagabrot eða annað. Það verður að hugsa þetta alla leið, það er ekki nóg að setja pening í lögregluna, að verður líka að setja pening í afurðina sem kemur út úr bættri vinnu og aukinni vinnu lögreglu.“ Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Tuttugu og níu óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár vegna þess að ekki er pláss í fangelsum. „Út í hött,“ segir fangelsismálastjóri sem vill að brugðist sé við en að baki dómunum eru umferðarlagarbrot, fíkniefnabrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot. Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fangelsi hafa lengst mikið undanfarin ár en eins og staðan er í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun. Þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. Í ár hafa 29 dómar fyrnst. Í fyrra voru þeir 34, 31 árið 2015 og 33 árið 2014. Fyrningartími dóma er mislangur eftir því hversu löng refsingin er. Refsingar að baki þeim 29 dómum sem fyrndust í ár eru mislangar en það er einungis um að ræða óskilorðsbundna dóma. Að baki tveimur þeirra er refsing undir mánuði, í þrettán er refsing einn mánuðir, í þremur er refsing tveir mánuðir, í sjö þeirra er refsing 3 til 6 mánuðir, í þremur 7-10 mánuðir og í einum þeirra er 6 ára fangelsisrefsing en dómþoli í því máli fór af landi brott og fannst ekki. Að baki þessum refsingum eru nítján umferðarlagabrot, fimm fíkniefnabrot, þrjú auðgunarbrot og tvö ofbeldisbrot. „Það er auðvitað bara slæmt mál fyrir réttarríkið í heild sinni. Það er grundvallaratriði að refsingar séu fullnustaðar í beinu framhaldi að því að þær eru dæmdar en það höfum við ekki getað. Þetta er vandamál sem er búið að vaxa síðustu tólf, fjórtán árin“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir að verið sé að bregðast við. „Annars vegar höfum við verið að fjölga fangarýmum, við höfum fjölgað þeim töluvert á síðustu árum með opnun Hólmsheiðarfangelsis. Hitt sem er ekki síður mikilvægara er að við höfum verið að taka upp önnur fullnustuúrræði.“ Hefur það til dæmis verið gert með rafrænu eftirliti og rýmkun á samfélagsþjónustu. Páll segir að fyrst og fremst sé það fjármagn sem skorti. „Nú þurfum við bara að reka smiðshöggið á þetta með því að koma nýja fangelsinu í fullan rekstur en til þess þurfum við fleira starfsfólk. „ Í dag afpláni til að mynda 30 fangar á Hólmsheiði en ekki 56 eins og pláss er fyrir. Páll er mjög gagnrýnin á stöðuna. „Það er auðvitað út í hött og það má ekki vera svoleiðis. Það þarf að bregðast við því og menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir velta fyrir sér að þyngja refsingar í einhverjum málaflokkum, hvort sem það er umferðarlagabrot eða annað. Það verður að hugsa þetta alla leið, það er ekki nóg að setja pening í lögregluna, að verður líka að setja pening í afurðina sem kemur út úr bættri vinnu og aukinni vinnu lögreglu.“
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira