Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. desember 2017 15:45 Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. Bjarki Þór Pálsson mætir í aðalbardaga kvöldsins þar sem hann freistar þess að verja léttvigtarmeistarabeltið sitt. Hann mætir Steve O'Keeffe, en bardaginn verður sá fyrsti hjá Bjarka síðan hann vann Léttvigtarmeistaratitilinn í október. O'Keffe er enskur bardagamaður sem af mörgum er talinn besti léttvigtarmaðurinn sem berst utan stóru bardagasambandanna. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu og tae-kwon-do og hefur meðal annars mætt Conor McGregor. „Ég er búinn að eiga frábærar æfingabúðir og hef aldrei verið ferskari. Það er stutt liðið frá síðasta bardaga og ég fór næstum bara beint aftur að gera mig kláran til að berjast aftur að honum loknum. Fyrst fór ég þó til Valencia ásamt fjölskyldunni minni í vikuferð. Kærastan mín er þar í dýralæknanámi og ég nýtti ferðina vel. Ég kom henni í opna skjöldu, skellti mér á skeljarnar og bað hennar. Hún sagði já þannig að ég get ekki annað sagt en að það sé jákvæð orka og hamingja sem drífi mig áfram þessa dagana. Ekkert færir manni meiri kraft en ástin og það stoppar mig enginn á meðan ég er í þessum ham,“ sagði Bjarki Þór í fréttatilkynningu frá Mjölni. „Steve O´Keeffe er alvöru andstæðingur. Þegar ég sýni fram á að ég get sigrað hann þá er ég jafnframt að sýna stóru samböndunum, UFC og Bellator, að ég er algjörlega tilbúinn að stíga inn á stóra sviðið. Ég er með svo frábært lið í kringum mig. Gæti ekki verið betur settur með þjálfara og æfingafélaga. Gunnar Nelson er búinn að hjálpa mér mikið og við erum búnir að æfa talsvert saman undangengnar vikur. Ég er alltaf að bæta mig og ég þori að lofa að ég mun berjast minn besta bardaga frá upphafiá morgun.” Bjarki Ómarson berst sinn fyrsta atvinnubardaga þegar hann mætir hinum palentíska Mehmuhd Raza. Sá hefur unnið fjóra af fimm atvinnubardögum sínum. „Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu tækifæri og er búinn að gera mig kláran í bardaga þrisvar sinnum undangengið árið en svo hefur bara alltaf eitthvað leiðinlegt komið uppá á síðustu stundu. Ég búinn að vera óheppinn með meiðsli og svo hef ég líka lent í því að andstæðingar mínir dregið sig úr keppni. Það má því segja að ég sé glorhungraður og ég get bara varla lýst því hvað ég glaður með það að þessi bardagi sé að verða að veruleika,“ sagði Bjarki. Ingþór Örn Valdimarsson snýr aftur eftir 10 ára hlé og berst sinn annan atvinnubardaga. Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen berjast áhugamannabardaga. Gunnar Nelson verður í föruneyti drengjanna og verður í horni þeirra á morgun. Kvöldið hefst klukkan 18:00, en búist er við að Bjarki Þór mæti korter fyrir ellefu. MMA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. Bjarki Þór Pálsson mætir í aðalbardaga kvöldsins þar sem hann freistar þess að verja léttvigtarmeistarabeltið sitt. Hann mætir Steve O'Keeffe, en bardaginn verður sá fyrsti hjá Bjarka síðan hann vann Léttvigtarmeistaratitilinn í október. O'Keffe er enskur bardagamaður sem af mörgum er talinn besti léttvigtarmaðurinn sem berst utan stóru bardagasambandanna. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu og tae-kwon-do og hefur meðal annars mætt Conor McGregor. „Ég er búinn að eiga frábærar æfingabúðir og hef aldrei verið ferskari. Það er stutt liðið frá síðasta bardaga og ég fór næstum bara beint aftur að gera mig kláran til að berjast aftur að honum loknum. Fyrst fór ég þó til Valencia ásamt fjölskyldunni minni í vikuferð. Kærastan mín er þar í dýralæknanámi og ég nýtti ferðina vel. Ég kom henni í opna skjöldu, skellti mér á skeljarnar og bað hennar. Hún sagði já þannig að ég get ekki annað sagt en að það sé jákvæð orka og hamingja sem drífi mig áfram þessa dagana. Ekkert færir manni meiri kraft en ástin og það stoppar mig enginn á meðan ég er í þessum ham,“ sagði Bjarki Þór í fréttatilkynningu frá Mjölni. „Steve O´Keeffe er alvöru andstæðingur. Þegar ég sýni fram á að ég get sigrað hann þá er ég jafnframt að sýna stóru samböndunum, UFC og Bellator, að ég er algjörlega tilbúinn að stíga inn á stóra sviðið. Ég er með svo frábært lið í kringum mig. Gæti ekki verið betur settur með þjálfara og æfingafélaga. Gunnar Nelson er búinn að hjálpa mér mikið og við erum búnir að æfa talsvert saman undangengnar vikur. Ég er alltaf að bæta mig og ég þori að lofa að ég mun berjast minn besta bardaga frá upphafiá morgun.” Bjarki Ómarson berst sinn fyrsta atvinnubardaga þegar hann mætir hinum palentíska Mehmuhd Raza. Sá hefur unnið fjóra af fimm atvinnubardögum sínum. „Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu tækifæri og er búinn að gera mig kláran í bardaga þrisvar sinnum undangengið árið en svo hefur bara alltaf eitthvað leiðinlegt komið uppá á síðustu stundu. Ég búinn að vera óheppinn með meiðsli og svo hef ég líka lent í því að andstæðingar mínir dregið sig úr keppni. Það má því segja að ég sé glorhungraður og ég get bara varla lýst því hvað ég glaður með það að þessi bardagi sé að verða að veruleika,“ sagði Bjarki. Ingþór Örn Valdimarsson snýr aftur eftir 10 ára hlé og berst sinn annan atvinnubardaga. Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen berjast áhugamannabardaga. Gunnar Nelson verður í föruneyti drengjanna og verður í horni þeirra á morgun. Kvöldið hefst klukkan 18:00, en búist er við að Bjarki Þór mæti korter fyrir ellefu.
MMA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira