Ragnar Þór birtir trúnaðarbréf frá 2014 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2017 11:51 Guðríður Arnardóttir segir nýkjörinn formann hafa borið á sig dylgjur og ósannindi. Ragnar Þór svarar í sömu mynt og hvetur Guðríði til að draga orð sín til baka. Vísir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, þvertekur fyrir að hafa nokkurs staðar haldið fram að ásakanir 34 ára Tálknfirðings á hendur honum hafi verið að undirlagi Guðríðar Arnardóttur, formanns Félags framhaldsskólakennara. Þetta kemur fram á bloggi Ragnars Þórs. Guðríður heldur því fram á bloggsíðu sinni að Ragnar Þór og hans helstu stuðningsmenn séu að „reyna að klína þessu máli á mig og stjórn KÍ“. „Hér gefur hún í skyn að ég haldi því fram að málið sé að undirlagi hennar eða stjórnar KÍ. Ekkert í því sem ég hef sagt eða skrifað gefur tilefni til slíkrar túlkunar. Þetta er algjörlega fráleitt og eins skýrt dæmi um dylgjur og hugsast getur. Ég skora á hana að draga þessa fullyrðingu til baka.“Sakaði Ragnar um lygarGuðríður sagði í pistli sínum að henni hefðu borist ábendingar um umræðu á lokuðum spjallvefjum kennara þar sem stuðningsmenn Ragnars Þórs sökuðu hana að standa að baki fyrrnefndum ásökunum sem fram eru komnar á hendur Ragnari Þór. Þá sagði hún Ragnar ljúga því að hafa upplýst Kennarasamband Íslands um kæru á hendur sér. Það hefði hann aldrei gert og vísaði hún til fundargerða KÍ þar sem aldrei hefði verið minnst einu orði á málið. Raunar hefði ekki komið fram að málið hefði verið kært til lögreglu fyrr en í pistli Ragnars í október eftir að fyrrverandi forstöðumaður félagsmiðstöðar Norðlingaskóla steig fram í pistli. Ragnar birtir á bloggsíðu sinni trúnaðarbréf frá lögmönnum sínum til Kennarasambandsins - Félags grunnskólakennara. Þar óskaði Ragnar eftir fjárstuðningi vegna málareksturs. Ragnar segir bréfið sanna að stjórn Kennarasambands Íslands hafi verið meðvituð um kæruna á hendur honum. Því sé ekki rétt að hann hafi haldið því leyndu. Guðríður segir hins vegar að þar sem um trúnaðarbréf hafi verið að ræða, bréfið er merkt sem slíkt, hafi það aldrei borist stjórn KÍ. Formaður félags grunnskólakennara hafi ekki brotið trúnað með því að koma bréfinu áfram á fleiri aðila. Guðríður rekur málið á bloggi sínu.Ekki sæmandi vinnubrögð Ragnar segist hafa gert ráð fyrir því að málið fengi eðlilega meðferð innan Kennarahúss þótt hann hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast með því. „Eins og kemur fram í bréfinu sem Ragnar birtir er það stimplað trúnaðarmál og beint til Félags Grunnskólakennara. Þar með auðvitað er innihald þess undir trúnaði og var ekki lagt fram í stjórn KÍ. Formaður FG fór hins vegar yfir beiðni um fjárstuðning á fundi stjórnar KÍ 17. október 2014 sem var efni bréfsins. Það var því enginn í stjórn KÍ sem var upplýstur um innihald bréfsins umfram það sem hafði verið fjallað um í fjölmiðlum af Ragnari sjálfum. Ragnari er auðvitað kunnugt um að erindum sem er beint til tiltekins aðildarfélags undir trúnaði er ekki vísað annað, hvorki til stjórnar eða annara aðildarfélaga. Svo annað hvort talar hann gegn betri vitund eða af vanþekkingu um uppbyggingu Kennarasambands Íslands,“ segir Guðríður. Ragnar bendir á móti á að bæði félög séu í haus bréfsins og þau séu bæði ávörpuð í lok þess. Það hafi verið hans skilningur að málið yrði kynnt bæði Félagi grunnskólakennara og Kennarasambandi Íslands. Fjórir eru í framboði til varaformanns Kennarasambandsins. Ragnar gagnrýnir Guðríði fyrir orð hennar um varaformannsframbjóðandann Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem Guðríður segir vera stuðnings- og bandamann. „Guðríður segir mig óheiðarlegan og lyginn. Hún notar ennfremur tækifærið til að veitast að einum frambjóðanda til varaformanns og það eftir að kosning er hafin og frambjóðendur hafa lokið baráttu sinni. Þetta eru að mínu mati vinnubrögð sem sæma ekki forystumanni í samtökum kennara. Ég hygg að einhverjir séu sammála mér um það.“Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/StefánFór ekki með bréfið lengra vegna trúnaðar Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara, bætir eftirfarandi við í ummælum við frétt Vísis: „Í ljósi umræðu í kjölfar birtingar á trúnaðarbréfi frá lögmannsstofu í blygðunarsemismáli Ragnar Þórs Péturssonar er rétt að eftirfarandi komi fram. 1. Bréfið kom frá lögmannsstofu ekki frá Ragnari. Ekki er hægt að líta á það sem tilkynningu um málið, heldur er þar að finna ósk um fjárhagsstuðning vegna hugsanlega málareksturs eins og fyrirsögn þess gefur til kynna. 2. Bréfið var ekki lagt fram fyrir stjórn KÍ enda trúnaðarmál sent til Félags grunnskólakennara. Meginefni bréfsins, beiðni um fjárstuðning, var kynnt á stjórnarfundi KÍ. Þá bætir hann við: Bréfið er ekki sent á stjórn KÍ né á stjórn FG. Í ljósi þess að RÞP er félagsmaður FG fékk ég bréfið til afgreiðslu. Það er kyrfilega merkt trúnaðarmál og þess vegna var það ekki lagt fram í stjórn FG né stórn KÍ. Almennt séð verður maður að stíla bréf á stjórn viðkomandi félags ef ætlast er til að það sé lagt fram á stjórnarfundi. Ég virði auðvitað þann trúnað sem um er beðið og kynnti megin efni bréfsins á fundi stjórnar KÍ, sem var ósk um fjárstuðningur.“Frétt uppfærð klukkan 12:52 með athugasemdum Guðríðar úr bloggi hennar, aftur klukkan 13:35 með athugasemd Ragnars og svo klukkan 15:05 með viðbót Ólafs Loftssonar, formanns félags grunnskólakennara. Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04 Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Guðríður sakar Ragnar Þór um dylgjur og lygar Ragnar talar um að hann hafi verið hrottalega heiðarlegur, já það er líklega satt því kannski er óheiðarleikinn einmitt hrottalegur heiðarleiki, segir Guðríður Arnardóttir. 7. desember 2017 12:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, þvertekur fyrir að hafa nokkurs staðar haldið fram að ásakanir 34 ára Tálknfirðings á hendur honum hafi verið að undirlagi Guðríðar Arnardóttur, formanns Félags framhaldsskólakennara. Þetta kemur fram á bloggi Ragnars Þórs. Guðríður heldur því fram á bloggsíðu sinni að Ragnar Þór og hans helstu stuðningsmenn séu að „reyna að klína þessu máli á mig og stjórn KÍ“. „Hér gefur hún í skyn að ég haldi því fram að málið sé að undirlagi hennar eða stjórnar KÍ. Ekkert í því sem ég hef sagt eða skrifað gefur tilefni til slíkrar túlkunar. Þetta er algjörlega fráleitt og eins skýrt dæmi um dylgjur og hugsast getur. Ég skora á hana að draga þessa fullyrðingu til baka.“Sakaði Ragnar um lygarGuðríður sagði í pistli sínum að henni hefðu borist ábendingar um umræðu á lokuðum spjallvefjum kennara þar sem stuðningsmenn Ragnars Þórs sökuðu hana að standa að baki fyrrnefndum ásökunum sem fram eru komnar á hendur Ragnari Þór. Þá sagði hún Ragnar ljúga því að hafa upplýst Kennarasamband Íslands um kæru á hendur sér. Það hefði hann aldrei gert og vísaði hún til fundargerða KÍ þar sem aldrei hefði verið minnst einu orði á málið. Raunar hefði ekki komið fram að málið hefði verið kært til lögreglu fyrr en í pistli Ragnars í október eftir að fyrrverandi forstöðumaður félagsmiðstöðar Norðlingaskóla steig fram í pistli. Ragnar birtir á bloggsíðu sinni trúnaðarbréf frá lögmönnum sínum til Kennarasambandsins - Félags grunnskólakennara. Þar óskaði Ragnar eftir fjárstuðningi vegna málareksturs. Ragnar segir bréfið sanna að stjórn Kennarasambands Íslands hafi verið meðvituð um kæruna á hendur honum. Því sé ekki rétt að hann hafi haldið því leyndu. Guðríður segir hins vegar að þar sem um trúnaðarbréf hafi verið að ræða, bréfið er merkt sem slíkt, hafi það aldrei borist stjórn KÍ. Formaður félags grunnskólakennara hafi ekki brotið trúnað með því að koma bréfinu áfram á fleiri aðila. Guðríður rekur málið á bloggi sínu.Ekki sæmandi vinnubrögð Ragnar segist hafa gert ráð fyrir því að málið fengi eðlilega meðferð innan Kennarahúss þótt hann hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast með því. „Eins og kemur fram í bréfinu sem Ragnar birtir er það stimplað trúnaðarmál og beint til Félags Grunnskólakennara. Þar með auðvitað er innihald þess undir trúnaði og var ekki lagt fram í stjórn KÍ. Formaður FG fór hins vegar yfir beiðni um fjárstuðning á fundi stjórnar KÍ 17. október 2014 sem var efni bréfsins. Það var því enginn í stjórn KÍ sem var upplýstur um innihald bréfsins umfram það sem hafði verið fjallað um í fjölmiðlum af Ragnari sjálfum. Ragnari er auðvitað kunnugt um að erindum sem er beint til tiltekins aðildarfélags undir trúnaði er ekki vísað annað, hvorki til stjórnar eða annara aðildarfélaga. Svo annað hvort talar hann gegn betri vitund eða af vanþekkingu um uppbyggingu Kennarasambands Íslands,“ segir Guðríður. Ragnar bendir á móti á að bæði félög séu í haus bréfsins og þau séu bæði ávörpuð í lok þess. Það hafi verið hans skilningur að málið yrði kynnt bæði Félagi grunnskólakennara og Kennarasambandi Íslands. Fjórir eru í framboði til varaformanns Kennarasambandsins. Ragnar gagnrýnir Guðríði fyrir orð hennar um varaformannsframbjóðandann Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem Guðríður segir vera stuðnings- og bandamann. „Guðríður segir mig óheiðarlegan og lyginn. Hún notar ennfremur tækifærið til að veitast að einum frambjóðanda til varaformanns og það eftir að kosning er hafin og frambjóðendur hafa lokið baráttu sinni. Þetta eru að mínu mati vinnubrögð sem sæma ekki forystumanni í samtökum kennara. Ég hygg að einhverjir séu sammála mér um það.“Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/StefánFór ekki með bréfið lengra vegna trúnaðar Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara, bætir eftirfarandi við í ummælum við frétt Vísis: „Í ljósi umræðu í kjölfar birtingar á trúnaðarbréfi frá lögmannsstofu í blygðunarsemismáli Ragnar Þórs Péturssonar er rétt að eftirfarandi komi fram. 1. Bréfið kom frá lögmannsstofu ekki frá Ragnari. Ekki er hægt að líta á það sem tilkynningu um málið, heldur er þar að finna ósk um fjárhagsstuðning vegna hugsanlega málareksturs eins og fyrirsögn þess gefur til kynna. 2. Bréfið var ekki lagt fram fyrir stjórn KÍ enda trúnaðarmál sent til Félags grunnskólakennara. Meginefni bréfsins, beiðni um fjárstuðning, var kynnt á stjórnarfundi KÍ. Þá bætir hann við: Bréfið er ekki sent á stjórn KÍ né á stjórn FG. Í ljósi þess að RÞP er félagsmaður FG fékk ég bréfið til afgreiðslu. Það er kyrfilega merkt trúnaðarmál og þess vegna var það ekki lagt fram í stjórn FG né stórn KÍ. Almennt séð verður maður að stíla bréf á stjórn viðkomandi félags ef ætlast er til að það sé lagt fram á stjórnarfundi. Ég virði auðvitað þann trúnað sem um er beðið og kynnti megin efni bréfsins á fundi stjórnar KÍ, sem var ósk um fjárstuðningur.“Frétt uppfærð klukkan 12:52 með athugasemdum Guðríðar úr bloggi hennar, aftur klukkan 13:35 með athugasemd Ragnars og svo klukkan 15:05 með viðbót Ólafs Loftssonar, formanns félags grunnskólakennara.
Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04 Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Guðríður sakar Ragnar Þór um dylgjur og lygar Ragnar talar um að hann hafi verið hrottalega heiðarlegur, já það er líklega satt því kannski er óheiðarleikinn einmitt hrottalegur heiðarleiki, segir Guðríður Arnardóttir. 7. desember 2017 12:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04
Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25
Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15
Guðríður sakar Ragnar Þór um dylgjur og lygar Ragnar talar um að hann hafi verið hrottalega heiðarlegur, já það er líklega satt því kannski er óheiðarleikinn einmitt hrottalegur heiðarleiki, segir Guðríður Arnardóttir. 7. desember 2017 12:34