Reading átti leik við Sunderland á laugardaginn í ensku 1. deildinni, sem liðið vann 1-3.
„Um leið og ég opnaði símann sá ég niðurstöðuna á Twitter og alls staðar. Það var góð tilfinning,“ sagði Jón Daði í viðtali við heimasíðu Reading.
„Þetta var stórt augnablik fyrir mig og fyrir alla þjóðina. Þetta var eins og lítið barn að bíða eftir því að opna jólagjafirnar, að bíða eftir því að sjá hverja við fengum. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum.“
Ísland verður í D-riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu.
„Við viljum fara lengra en við gerðum á EM [Ísland komst í 8-liða úrslit]. Sjálfstraustið í liðinu og trúin á okkur sjálfa er ótrúleg og fólk vanmetur það stundum.“
„Þrátt fyrir að vera lítil þjóð þá erum við með góða leikmenn út um alla Evrópu að spila í sterkum deildum. Við setjum okkur ný markmið og förum eins langt og við getum,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.