Enski boltinn

Gylfi: Það kom neisti með Allardyce sem ég hlakka til að starfa með

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson verður í ítarlegu viðtali í fótboltaþættinum vinsæla Football Focus á BBC á laugardaginn en brot úr því eru byrjuð að birtast, t.a.m. í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Gylfi fékk nýjan stjóra á dögunum þegar að Stóri Sam Allardyce tók við Everton en hann er búinn að vinna fyrstu tvo leikina sem knattspyrnustjóri liðsins.

„Það kemur oft neisti með nýjum stjóra. Ég hef alltaf trúað að það eru gæði í liðinu en þetta snerist bara um að ná í þennan fyrsta sigur og komast aftur af stað,“ segir Gylfi Þór.

Everton er búið að spila hræðilega á tímabilinu og vera í miklu basli en bæði liðið og Gylfi virðast vera að hitna núna undir stjórn Allardyce sem Gylfi er ánægður með.

„Hann er búinn að vera flottur. Hann er beinskeittur, veit hvað hann vill og útskýrir hlutina mjög vel. Hann er stjóri sem passar vel upp á leikmennina til að fá það besta út úr þeim,“ segir Gylfi.

„Hann hefur ekki verið lengi hjá okkur og ekki stýrt mörgum æfingum. Við vorum mest í endurheimt fyrir síðasta laugardagsleik. Hann hefur samt byrjað vel og ég hlakka til að vinna með honum,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×