Píratar ætla ekki að leggja fram vantrauststillögu á nýja ríkisstjórn að sinni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 22:57 Einar Brynjólfsson gengur rösklega við hlið Birgittu Jónsdóttur og Smára McCarthy Vísir/Anton „Auðvitað ræðum við þetta óformlega en við erum ekki búin að taka neina sérstaka ákvörðun um næstu skref,“ segir Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata aðspurður hvort að rætt hafi verið á flokksfundi Pírata í dag sú hugmynd að lýsa yfir vantrausti á nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Menn eru, að sögn Einars, að kasta þessari hugmynd á milli sín. Einar nefnir að Píratar vilji hins vegar leyfa málum aðeins að þróast og nefnir hann að ef vantraust yrði sett fram yrði það líklega felt þar sem meirihluti sé á þingi. „Við erum ekki að tala um að leggja fyrir vantrauststillögu á Alþingi sjálfu. Við erum ekki komin svo langt.“segir Einar og bendir í þessu samhengi á yfirlýsingu þingflokksins sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld.Sjá einnig: Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“Þar kom meðal annars fram að Píratar hvettu umboðsmann Alþingis að skoða hvort að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi í raun brotið gegn siðareglum ráðherra með því að vera ónákvæmur í svörum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. „Þetta snýst ekki um það að við vantreystum ekki Bjarna Benediktssyni og hans fólki. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um raunhæfa möguleika og við þurfum ekki að vera með upphrópanir á torgum úti. Við erum hneyksluð. Við höfum sagt það og sýnt oftsinnis í okkar málflutningi þegar svona mál hafa borið á góma,“ segir Einar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
„Auðvitað ræðum við þetta óformlega en við erum ekki búin að taka neina sérstaka ákvörðun um næstu skref,“ segir Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata aðspurður hvort að rætt hafi verið á flokksfundi Pírata í dag sú hugmynd að lýsa yfir vantrausti á nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Menn eru, að sögn Einars, að kasta þessari hugmynd á milli sín. Einar nefnir að Píratar vilji hins vegar leyfa málum aðeins að þróast og nefnir hann að ef vantraust yrði sett fram yrði það líklega felt þar sem meirihluti sé á þingi. „Við erum ekki að tala um að leggja fyrir vantrauststillögu á Alþingi sjálfu. Við erum ekki komin svo langt.“segir Einar og bendir í þessu samhengi á yfirlýsingu þingflokksins sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld.Sjá einnig: Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“Þar kom meðal annars fram að Píratar hvettu umboðsmann Alþingis að skoða hvort að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi í raun brotið gegn siðareglum ráðherra með því að vera ónákvæmur í svörum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. „Þetta snýst ekki um það að við vantreystum ekki Bjarna Benediktssyni og hans fólki. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um raunhæfa möguleika og við þurfum ekki að vera með upphrópanir á torgum úti. Við erum hneyksluð. Við höfum sagt það og sýnt oftsinnis í okkar málflutningi þegar svona mál hafa borið á góma,“ segir Einar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57
Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04