Enski boltinn

Dregið í enska bikarnum | Jón Daði gæti farið á Anfield

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði leiðir víkingaklappið eftir sigur Wolves á Stoke City í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardaginn.
Jón Daði leiðir víkingaklappið eftir sigur Wolves á Stoke City í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. vísir/getty
Nú rétt í þessu var dregið í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

Enginn risaleikur er í 4. umferðinni þótt þar megi finna ýmsar áhugaverðar viðureignir.

Sigurvegarinn úr endurteknum leik Liverpool og Plymouth Argyle mætir Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Wolves.

Bikarmeistarar Manchester United fá Wigan Athletic í heimsókn og Chelsea tekur á móti Brentford. Arsenal mætir annað hvort Norwich City eða Southampton og Manchester City spilar gegn Bolton Wanderers eða Crystal Palace.

Sigurvegarinn úr endurteknum leik Íslendingaliðanna Bristol City og Fleetwood Town mætir Sunderland eða Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley.

Þá fá Ragnar Sigurðsson og félagar í Fulham Hull City í heimsókn.

Þessi lið mætast í 4. umferðinni:

Liverpool/Plymouth - Wolves

Tottenham - Wycombe

Derby - Leicester

Oxford - Birmingham/Newcastle

Sutton/Wimbledon - Cambridge/Leeds

Norwich/Southampton - Arsenal

Ipswich/Lincoln - Brighton

Chelsea - Brentford

Man Utd - Wigan

Millwall - Watford

Rochdale - Huddersfield

Sunderland/Burnley - Bristol City/Fleetwood

Blackburn - Blackpool/Barnsley

Fulham - Hull

Middlesbrough - Accrington Stanley

Bolton/Crystal Palace - Man City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×