Vísir greindi frá því að Maccabi Tel Aviv hefði lagt fram kvörtun vegna ummæla Şimşir á meðan Midtjylland neitaði ásökununum og leikmaðurinn vildi ekki tjá sig.
Nú greinir danski miðillinn Bold frá því að UEFA hafi staðfest að það muni ráða óháðan rannsakanda í von um að komast til botns í málinu. UEFA vildi þó ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða er ljós.