Viðskipti innlent

Bestu vefir landsins valdir í lok janúar

Haraldur Guðmundsson skrifar
Forsvarsmenn Tix. tóku við verðlaunum fyrir vef ársins í fyrra.
Forsvarsmenn Tix. tóku við verðlaunum fyrir vef ársins í fyrra.
Íslensku vefverðlaunin verða haldin í Hörpunni við hátíðlega athöfn þann 27. janúar næstkomandi. Dómnefnd á vegum Samtaka vefiðnaðarins mun þá velja bestu vefi landsins í hinum ýmsu flokkum.

Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að enn sé hægt að senda inn tilnefningar til loka þriðjudags. Samhliða verðlaununum verður ráðstefnan Iceweb 2017 haldin sem fagnaði nýlega tíu ára afmæli.

„Nokkrir af færustu sérfræðingum heims í vefmálum koma til landsins og halda fyrirlestra ásamt því að stýra vinnustofum um hin ýmsu málefni en þar má m.a. nefna Paul Boag, Donna Lichaw, Harry Roberts og Vitaly Friedman frá Smashing Magazine, Birkir Gunnarsson og Steinar Farestveit,“ segir í tilkynningunni. 

„Þessir sérfræðingar munu fjalla um hin ýmsu málefni þar á meðal User Experience, Performance, User story mapping, hönnun, aðgengismál o.fl. Klárlega viðburður sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara. Workshop sem eru hluti af IceWeb ráðstefnunni verða haldin daginn fyrir ráðstefnu og verðlaun, þann 26.janúar næstkomandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×