Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Auðvitað verður maður stundum hræddur“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
„Auðvitað verður maður stundum hræddur. Annað væri ómannlegt og svolítið vitlaust," segir Anna Kristín Newton, starfandi sálfræðingur innan fangelsanna.

Anna Kristín veitir meðal annars dæmdum barnaníðingum meðferð. Hún segir hægt að veita meðferðir til að þeir brjóti ekki aftur af sér þegar út í samfélagið er komið á ný, hinsvegar viti hún ekki hvort hægt sé að lækna barnagirnd alveg. Hún lesi ekki hugsanir.

Sjá einnig: Refsing fyrir sum brot tekur aldrei enda

Ítarlegt viðtal við Önnu Kristínu og fréttaskýring um andlegt ásigkomulag fanga verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast að vanda á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×