Katrín: Varðaði almannahagsmuni að birta skýrsluna strax Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. janúar 2017 12:45 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. vísir/anton „Ég get nú ekki sagt til um það hvort að þessi skýrsla hefði endilega áhrif á kosningaúrslit,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Það get ég ekki sagt til um en auðvitað er það hagsmunir almennings að gögn sem þessi, sem varða almannahagsmuni, séu birt um leið og þau liggja fyrir. Það finnst mér að eigi að vera hin eðlilega regla.“ Katrín hefur óskað eftir fundi hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fjalla um efni skýrslunnar sem varðar eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hún vill að fundurinn verði opinn fjölmiðlum en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað beiðni Katrínar. Ekki náðist í Benedikt við vinnslu fréttarinnar en hann hefur undanfarna daga verið önnum kafinn í stjórnarmyndunarviðræðum. „Mér finnst í fyrsta lagi mikilvægt að Alþingi taki svona skýrslu til umfjöllunar,“ segir Katrín. „Þessi skýrsla er auðvitað gerð í kjölfar umræðunnar um Panamaskjölin í vor. Þá lögðum við í þingflokki Vinstri Grænna til að það yrði skipuð rannsóknarnefnd til þess að fara yfir umfang aflandsfélaga og þátttöku íslendinga í slíkum félögum. Ríkisstjórnin ákvað að gera þessa skýrslu og við þurfum auðvitað að fara yfir efni hennar og hvað sé hægt að gera í framhaldinu. Hvað er hægt að gera til að bæta framkvæmdina og hvað er hægt að gera til að bæta löggjöfina og hvernig við viljum sjá þessi mál þróast á næstu árum?“ segir hún. Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt til um það hvort að þessi skýrsla hefði endilega áhrif á kosningaúrslit,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Það get ég ekki sagt til um en auðvitað er það hagsmunir almennings að gögn sem þessi, sem varða almannahagsmuni, séu birt um leið og þau liggja fyrir. Það finnst mér að eigi að vera hin eðlilega regla.“ Katrín hefur óskað eftir fundi hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fjalla um efni skýrslunnar sem varðar eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hún vill að fundurinn verði opinn fjölmiðlum en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað beiðni Katrínar. Ekki náðist í Benedikt við vinnslu fréttarinnar en hann hefur undanfarna daga verið önnum kafinn í stjórnarmyndunarviðræðum. „Mér finnst í fyrsta lagi mikilvægt að Alþingi taki svona skýrslu til umfjöllunar,“ segir Katrín. „Þessi skýrsla er auðvitað gerð í kjölfar umræðunnar um Panamaskjölin í vor. Þá lögðum við í þingflokki Vinstri Grænna til að það yrði skipuð rannsóknarnefnd til þess að fara yfir umfang aflandsfélaga og þátttöku íslendinga í slíkum félögum. Ríkisstjórnin ákvað að gera þessa skýrslu og við þurfum auðvitað að fara yfir efni hennar og hvað sé hægt að gera í framhaldinu. Hvað er hægt að gera til að bæta framkvæmdina og hvað er hægt að gera til að bæta löggjöfina og hvernig við viljum sjá þessi mál þróast á næstu árum?“ segir hún.
Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03
Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30
Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06