Katrín: Varðaði almannahagsmuni að birta skýrsluna strax Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. janúar 2017 12:45 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. vísir/anton „Ég get nú ekki sagt til um það hvort að þessi skýrsla hefði endilega áhrif á kosningaúrslit,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Það get ég ekki sagt til um en auðvitað er það hagsmunir almennings að gögn sem þessi, sem varða almannahagsmuni, séu birt um leið og þau liggja fyrir. Það finnst mér að eigi að vera hin eðlilega regla.“ Katrín hefur óskað eftir fundi hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fjalla um efni skýrslunnar sem varðar eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hún vill að fundurinn verði opinn fjölmiðlum en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað beiðni Katrínar. Ekki náðist í Benedikt við vinnslu fréttarinnar en hann hefur undanfarna daga verið önnum kafinn í stjórnarmyndunarviðræðum. „Mér finnst í fyrsta lagi mikilvægt að Alþingi taki svona skýrslu til umfjöllunar,“ segir Katrín. „Þessi skýrsla er auðvitað gerð í kjölfar umræðunnar um Panamaskjölin í vor. Þá lögðum við í þingflokki Vinstri Grænna til að það yrði skipuð rannsóknarnefnd til þess að fara yfir umfang aflandsfélaga og þátttöku íslendinga í slíkum félögum. Ríkisstjórnin ákvað að gera þessa skýrslu og við þurfum auðvitað að fara yfir efni hennar og hvað sé hægt að gera í framhaldinu. Hvað er hægt að gera til að bæta framkvæmdina og hvað er hægt að gera til að bæta löggjöfina og hvernig við viljum sjá þessi mál þróast á næstu árum?“ segir hún. Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt til um það hvort að þessi skýrsla hefði endilega áhrif á kosningaúrslit,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Það get ég ekki sagt til um en auðvitað er það hagsmunir almennings að gögn sem þessi, sem varða almannahagsmuni, séu birt um leið og þau liggja fyrir. Það finnst mér að eigi að vera hin eðlilega regla.“ Katrín hefur óskað eftir fundi hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fjalla um efni skýrslunnar sem varðar eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hún vill að fundurinn verði opinn fjölmiðlum en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað beiðni Katrínar. Ekki náðist í Benedikt við vinnslu fréttarinnar en hann hefur undanfarna daga verið önnum kafinn í stjórnarmyndunarviðræðum. „Mér finnst í fyrsta lagi mikilvægt að Alþingi taki svona skýrslu til umfjöllunar,“ segir Katrín. „Þessi skýrsla er auðvitað gerð í kjölfar umræðunnar um Panamaskjölin í vor. Þá lögðum við í þingflokki Vinstri Grænna til að það yrði skipuð rannsóknarnefnd til þess að fara yfir umfang aflandsfélaga og þátttöku íslendinga í slíkum félögum. Ríkisstjórnin ákvað að gera þessa skýrslu og við þurfum auðvitað að fara yfir efni hennar og hvað sé hægt að gera í framhaldinu. Hvað er hægt að gera til að bæta framkvæmdina og hvað er hægt að gera til að bæta löggjöfina og hvernig við viljum sjá þessi mál þróast á næstu árum?“ segir hún.
Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03
Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30
Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06